Ef ekki nú, -hvenær þá? Bjartey Ásmundsdóttir skrifar 9. apríl 2022 14:01 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun