Mörgum spurningum ósvarað Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun