Kosningaréttur námsmanna erlendis skertur Indriði Stefánsson skrifar 8. apríl 2022 07:30 Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun