Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 10:34 Verslun ELKO í Lindum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni. Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni.
Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira