Formúla 1

Lewis Hamilton henti sér hvað eftir annað út úr flugvél á miðju tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið.
Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið. Getty/ANP

Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Formúlu 1 ökumaður sæki í adrenalínið. Það búast ekki ekki margir við að ökuþórarnir séu í ævintýraleit á miðju tímabili.

Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum.

Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu.

Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu.

Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni.

Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar.

„Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan.

Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.