Hvar er byggðastefnan? Hildur Þórisdóttir skrifar 2. apríl 2022 15:00 Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Stjórnsýsla Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýverið gaf Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, það út að fækka ætti embættum sýslumanna úr níu í eitt sem á að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að breytingarnar taki gildi um áramótin 2023/2024. Þessar fréttir koma verulega á óvart því slíkar áherslur hafa ekki verið í umræðunni og hvergi má finna neitt um þessar breytingar í stjórnarsáttmála ríkissjórnarinnar. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9 ásamt því að löggæsla var að fullu aðskilin frá þeim. Þetta var gert undir þeim formerkjum að styrkja ætti embættin og þannig ættu þau betur að geta sinnt lögbundnum skyldum sínum. Eins átti breytingin að auðvelda þeim að taka að sér ný og aukin verkefni. Það reyndist öðru nær. Stjórnsýsluúttekt sem nýverið var gefin út af Ríkisendurskoðun, um samanburð á sýslumannsembættum frá 2019, sýnir fram á að ekki fylgdi nægilegt fjármagn þegar embættunum var fækkað og allar götur síðan hefur ítrekað verið bent á erfiða rekstrarstöðu embættanna án þess að á það hafi verið hlustað í ráðuneytinu. Stefnt hefur verið að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættunum sem hefur gengið mun hægar en vonir stóðu til. Brýnt er að sú innleiðing gangi hraðar fyrir sig þar sem töluverð þjónustuskerðing hefur verið við íbúa í Múlaþingi síðustu ár vegna rekstrarvanda embættisins. Ríkið hefur engan veginn staðið við gefin fyrirheit sem hefur leitt af sér skertan opnunartíma skrifstofa, lengri afgreiðslutíma mála auk þess sem starfsfólki hefur fækkað hjá embættinu á Seyðisfirði um 18% frá sameiningu sýslumannsembættanna í byrjun árs 2015. Þó svo að ekki standi til að loka neinni af núverandi skrifstofum embættanna má segja að sporin hræði og gefi ekki tilefni til bjartsýni. Málið er sérstaklega alvarlegt þegar hugsað er til þess að hvert einasta starf skiptir máli í byggðum úti á landi þar sem atvinnulífið er heldur einhæft. Það hefur verið tilhneiging hjá ríkinu að fækka opinberum störfum á landsbyggðinni en þenja út báknið í höfuðborginni. Með hömlunum sem fylgdu covid lærðu fyrirtæki og stofnanir að treysta á rafrænar lausnir. Fólk vann að heiman, fjarvinnustöðvar og fjarfundabúnaður eru til um allt land og staðsetning starfsmanna skipti sífellt minna máli hjá fyrirtækjum. Með þessum breytta veruleika er kjörið tækifæri fyrir ríkið að dreifa verkefnum í meiri mæli um landið og sýna að það beri hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Íbúar kalla eftir raunverulegri byggðastefnu og að hún sé ekki bara í orði. Það er ekkert til fyrirstöðu, nema hugsanlega viljinn. Höfundur er oddviti Austurlistans og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun