Guðmundur nýr fréttastjóri Markaðarins Eiður Þór Árnason skrifar 1. apríl 2022 13:33 Guðmundur var í framboði fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Aðsend Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. „Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra. Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira
„Ég er náttúrlega gamall fréttahundur og fann það bara mjög sterkt að forvitnin er það sterk í mér og ég er ekki alveg búinn að klára mig í þessum fréttamannabransa, þannig að þegar þessi möguleiki kom upp þá kitlaði það bara of mikið til að sleppa því,“ segir hann í samtali við Vísi. Forveri Guðmundar var Helgi Vífill Júlíusson en honum var sagt upp störfum á miðvikudag. „Ég er bara gríðarlega spenntur og ég held að maður eigi alltaf að fylgja hyggjuvitinu og kviðnum, og ég fann það bara þegar ég labbaði inn á þessa kröftugu fréttastofu að þarna á ég heima,“ segir Guðmundur. Þurfi að læra blaðamennsku á ný Guðmundur vonast til Markaðurinn muni undir hans leiðsögn fjalla um viðskipti og efnahagsmál á mannamáli og á hátt sem fólk tengi við og skilji. „Ég kem inn í gríðarlega sterkt teymi og þau þurfa eiginlega að kenna mér á blaðamennsku því ég kem af ljósvakamiðli en hef fulla trú á því að við eigum bara eftir að mynda öflugt teymi og stunda hörkublaðamennsku.“ Auk þess að vinna fréttir fyrir Fréttablaðið og vef blaðsins er Markaðurinn með sjónvarpsþátt á systurmiðlinum Hringbraut. Guðmundur var nálægt því að vera kjörinn á þing fyrir Viðreisn í síðustu alþingiskosningum en féll út á lokametrunum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hann kærði endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi en hafði ekki erindi sem erfiði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að Hörður Ægisson hafi verið forveri Guðmundar en hið rétta er að Helgi Vífill Júlíusson gegndi síðast stöðu fréttastjóra.
Fjölmiðlar Vistaskipti Viðreisn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 „Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
„Þetta snýst um réttlæti ekki þægindi“ Fyrrverandi Alþingismaður segir ekkert annað í stöðunni eftir fregnir dagsins en að blása til nýrra þingkosninga. Lögreglan á Vesturlandi gaf út í dag sektir á meðlimi yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi en ekki er hægt að fullyrði hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. 20. október 2021 21:31
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47