Tvöfalt fleiri lóðir næstu fimm árin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. apríl 2022 11:57 Dagur kynnti áform borgarinnar í Ráðhúsinu í morgun. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg mun tvöfalda lóðaframboð sitt í ár og halda því þannig næstu fimm árin hið minnsta. Borgarstjóri segir stærsta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar gengið í garð. Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur. Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Borgin kynnti þessi áform á opnum fundi í Ráðhúsinu í morgun. Gefið verður verulega í úthlutun lóða og mun borgin næstu árin fara úr því að úthluta lóðum undir þúsund íbúðir á ári í að úthluta lóðum undir tvö þúsund íbúðir á ári. Því ætti uppbygging tíu þúsund nýrra íbúða að hefjast í borginni á næstu fimm árum. „Við erum auðvitað að koma út úr einhverjum stærsta uppbyggingarfasa í sögu borgarinnar. Þannig að það að við séum að tvöfalda það þýðir einfaldlega að öll uppbyggingin sem fólk hefur séð - við eigum von á tvöfalt meiru,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eftir fundinn. Borgin búin með sitt Hann sagði að nú væri boltinn hjá öðrum sem koma að húsnæðismarkaði. Borgin myndi úthluta nægum lóðum til að anna eftirspurn á markaði. „Það verður aðeins framþungt og við erum í raun að kalla eftir því að allir, bæði uppbyggingaraðilar, fjármálastofnanir og aðrir sem komi að þessu kraftmikla átaki, geri sitt. Borgin er búin að mörgu leyti með sína heimavinnu og er núna að leggja út plönin þannig að allir geti komið samtaka að þessu,“ sagði Dagur. Mikil uppbygging er áætluð í Skerjafirði en uppbyggingin er nú að færast talsvert austur og verður mest á Ártúnshöfða þar sem gert er ráð fyrir um sex þúsund nýjum íbúðum. Einnig er stefnt að mikilli uppbyggingu í Laugardalnum. Vill meiri fyrirsjáanleika Dagur segir þessi áform ein og sér ekki leysa stöðuna á húsnæðismarkaðnum. „Þessar sveiflur á húsnæðismarkaði eru auðvitað ekki góðar fyrir neinn. Við höfum séð matið tvöfaldast á það hvað þarf að byggja og við erum að svara því fyrir okkar parta. Ég hins vegar kallaði eftir því hér í dag kallaði eftir því að að komi meiri langtíma hugsun inn í þetta,“ sagði Dagur. Það þurfi að liggja fyrir hvar og hvenær byggja eigi nýjar íbúðir á næstu árum en einnig hvernig íbúðir. „Þannig að þetta sé ekki svona sveiflukennt og markaðurinn þróist úr bara offramboði í skort á bara tveimur árum,“ sagði Dagur.
Húsnæðismál Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent