Þjóðarleikvangar og brostin loforð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. mars 2022 07:30 Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Nýr þjóðarleikvangur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ný þjóðarhöll Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þjóðarleikvangar okkar Íslendinga, fyrir bæði inni- og útiíþróttir, eru börn síns tíma og standast ekki nútímakröfur. Ekki fyrir leikmenn, ekki fyrir starfsfólk og ekki fyrir áhorfendur. Þetta vita allir sem það vilja vita. Þar á meðal ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem síðustu 5 ár hefur reglulega hrist loforðapokann sinn svo það hefur glumið duglega í. Í pokanum er meðal annars loforð um nýja þjóðarleikvanga. Haustið 2020 sagði Lilja Alfreðsdóttir þáverandi íþróttamálaráðherra í sérstakri tilkynningu ráðuneytisins að hún væri „vongóð um að þjóðarleikvangur i knattspyrnu muni rísa á næstu fimm árum – fyrir árið 2025.“ Síðan hefur ekki bólað á fjármagni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þessa mikilvæga verkefnis. Og í fjármálaáætlun til næstu 5 ára sem nú er kynnt er ekki gert ráð fyrir þjóðarleikvöngum í íþróttum. Það sé bara ekki tímabært. Þetta er auðvitað mikil fjarstæða, við erum frekar að renna út á tíma hér ef íþróttir eiga áfram að geta gegnt sínu mikilvæga hlutverki í þágu þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að á síðustu árum hafa verið unnar úttektir, starfshópar settir á laggirnar og málin rædd í þaula. Auk þess er stutt síðan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lýsti því yfir að allar forsendur væru fyrir því að farið verði í byggingu þjóðarleikvanga, gott ef ekki að það yrðu heimaleikir á nýjum þjóðarleikvangi á kjörtímabilinu. Í kjölfar þess að enn og aftur skilar ríkisstjórnin auðu þegar kemur að byggingu nýrra þjóðarleikvanga berast fréttir af því að Reykjavíkurborg geti ekki beðið lengur með það fjármagn sem þar hefur verið tekið frá í verkefnið. Peningarnir verði notaðir í aðra íþróttauppbyggingu ef ríkinu er ekki alvara með sína aðkomu. Það þarf að fara að skrifa lokakaflann í þessari annars endalausu sögu um háttstemmdar yfirlýsingar, loforð og vanefndir ríkisstjórnarinnar. Þjóðin þarf þjóðarleikvanga sem standa undir nafni. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun