Rasísk refsistefna Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 14:30 Í Íslandi í dag í gær tókust Kári Stefánsson og Sigríður Á. Andersen um frumvarp til afglæpavæðinga á neysluskömmtun vímuefna. Í umræðunni afhjúpuðu þau bæði vanþekkingu sína á málefninu og smættuðu fólk sem notar vímuefni með því að tala yfir það og fyrir það. Ég vil gera nokkrar athugasemdir í kjölfar umræðnanna og ég vil byrja á því að nota setningu Sigríðar Á. Andersen sem útgangspunkt, þar sem hún afhjúpar hinn móralska grunn sem liggur til grundvallar refsistefnu: „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. Ég hef fréttir handa Sigríði: Það eru óteljandi hlutir í okkar samfélagi sem eru bæði hættulegir og löglegir. Til dæmis er það mjög hættulegt að keyra bíl – en við leyfum það samt. Ákveðin skaðaminnkunarinngrip hafa verið fest í lög í gegnum tíðina til þess að minnka hlutfall þeirra sem verða fyrir alvarlegum skaða eða deyja af völdum bílslysa, s.s. ýmsar umferðalagareglur, og ekki má gleyma sætisbeltunum, en í grunninn er mjög hættulegt að fara upp í bíl. Það er líka hættulegt að stunda alls kyns áhættuíþróttir, og jafnvel hestaíþróttir eru tölfræðilega hættulegri en notkun á sumum vímuefnum[1]. Fólk stundar alls kyns hættulega og sjálfsskaðandi hegðun, án þess að vera sett í fangelsi fyrir það, í sumum tilvikum er fólk jafnvel hafið til metorða fyrir sjálfhverfa og hættulega hegðun. Tvö allra hættulegustu vímuefnin eru svo lögleg og seld úr ríkiskassanum – áfengi og tóbak, svo ekki er hægt að halda því fram að umhyggja fyrir velferð þjóðarinnar sé í fyrirrúmi í þeirri orðræðu sem við heyrðum í gær. Það er ekki náttúrulögmál að sum vímuefni séu bönnuð en önnur ekki. Síður en svo. Það er minna en öld síðan bannstefnunni var komið á, og síðan hún var sett á hafa milljónir manna út um allan heim látið lífið, bæði í beinum aðgerðum en ekki síður af völdum jaðarsetningar, vegna þess að vímuefnið sem þau kusu sér vildi svo til að var ólöglegt. Og hvað er það sem réði því hvaða vímuefni voru bönnuð og hver ekki? Það voru kynþáttafordómar, hreinir og klárir. Harry Anslinger, fyrsti forsprakki bannstefnunnar, var yfirmaður Federal Bureu of Prohibition, deildar sem varð verklaus þegar áfengi var leyft. Hann var líka mikill rasisti, og ég hvet ykkur til að kynna ykkur söguna af því hvernig hann varð valdur að dauða Billie Holiday. Hann mátti ekki ofsækja dökkt fólk fyrir að vera dökkt, svo hann byrjaði að ofsækja það fyrir að reykja kannabis, sem fram að þeim tíma hafði fylgt manninum óslitið í þúsundir ára – það finnast varla þær mannvistarleyfar nokkurs staðar á jörðinni að ekki finnist leyfar af þessari nytjaplöntu. Ópíum var bannað í kjölfar þess að farandverkamenn frá Kína sem höfðu komið til Bandaríkjanna til að vinna við járnbrautarsmíði yfir álfuna urðu atvinnulausir að verki loknu. Áður en það var bannað var til ópíum á hverju heimili og stærsti notendahópurinn voru húsmæður úr efri stéttum. Hugvíkkandi lyf voru bönnuð vegna þess að risastór hópur ungs fólk sem notaði þessi lyf reis upp á afturfæturnar og neitaði að berjast í Víetnam stríðinu. Og í öllum þessum tilvikum, þá var notkun þessara lyfja gerð að siðferðismáli. Fólkið sem notaði þau var jaðarsett, það fékk á sig stimpil, það fékk ekki vinnu, það var fangelsað. Eða eins og einn af helstu ráðgjöfum Nixons viðurkenndi í blaðaviðtali löngu síðar: "You understand what I'm saying? We knew we couldn't make it illegal to be either against the war or blacks, but by getting the public to associate the hippies with marijuana and blacks with heroin. And then criminalizing both heavily, we could disrupt those communities. We could arrest their leaders. Raid their homes, break up their meetings, and vilify them night after night on the evening news. Did we know we were lying about the drugs? Of course we did." (former Nixon domestic policy chief John Ehrlichman). Á Íslandi hafa ca. 75 milljarðar farið í fíkniefnastríðið síðan 1968. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála var metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009[2]. Hátt í 30.000 einstaklingar verið handteknir síðan bannið var sett árið 1968, örugglega yfir 1000 á ári að meðaltali. Hefur dregið úr vímuefnanotkun? Nei. Vímuefnanotkun er nú útbreiddari og algengari en nokkurn tímann áður. Vímuefnin eru harðari, hreinni, hættulegri og er betra aðgengi að þeim[3]. Bein afleiðing af banninu. Refsistefnan tekur líf. Hún gerir fólk að glæpamönnum. Ungmenni á sakaskrá missa atvinnutækifæri og tækifæri til skólagöngu. Notendur veigra sér við að hringja eftir sjúkrabíl eða lögregluaðstoð af ótta við refsingar vegna vörslu. Hún brýtur á mannréttindum fólks. Innrás í einkalíf getur valdið langtímaafleiðingum á tilfinningalíf fólks. Hún eykur afbrot í samfélaginu, því fólk sem glímir við alvarlegan vímefnavanda þarf efnin sín. Hún brýtur upp fjölskyldur og jaðarsetur einstaklinga enn frekar. Og hún á bein upptök í rasisma. Ég hvet alla til þess að ná sér í eintak af bókinni Að hundelta ópið (Chasing the scream) eftir Johan Hari og sjá með eigin augum hversu sorgleg þessi atburðarás hefur verið í gegnum áratugina. Aðrar bækur sem ég mæli með um málefnið eru Drugs without the hot air e. Professor David Nutt, Drug use for grown ups e. Dr. Carl Hart og In the realm of hungry ghosts e. Gabor Mate. Höfundur er sálfræðingur og eigandi Heilshugar – batamiðaðs rýmis með skaðaminnkandi áherslum. 1. Drugs without the Hot air – Professor David Nutt 2. Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni (2011). Júlía Birgisdóttir. https://skemman.is/handle/1946/8207 3. Wastewater analysis and drugs (2019). European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction. http://www.emcdda.europa.eu/topics/pods/waste-water-analysis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í Íslandi í dag í gær tókust Kári Stefánsson og Sigríður Á. Andersen um frumvarp til afglæpavæðinga á neysluskömmtun vímuefna. Í umræðunni afhjúpuðu þau bæði vanþekkingu sína á málefninu og smættuðu fólk sem notar vímuefni með því að tala yfir það og fyrir það. Ég vil gera nokkrar athugasemdir í kjölfar umræðnanna og ég vil byrja á því að nota setningu Sigríðar Á. Andersen sem útgangspunkt, þar sem hún afhjúpar hinn móralska grunn sem liggur til grundvallar refsistefnu: „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. Ég hef fréttir handa Sigríði: Það eru óteljandi hlutir í okkar samfélagi sem eru bæði hættulegir og löglegir. Til dæmis er það mjög hættulegt að keyra bíl – en við leyfum það samt. Ákveðin skaðaminnkunarinngrip hafa verið fest í lög í gegnum tíðina til þess að minnka hlutfall þeirra sem verða fyrir alvarlegum skaða eða deyja af völdum bílslysa, s.s. ýmsar umferðalagareglur, og ekki má gleyma sætisbeltunum, en í grunninn er mjög hættulegt að fara upp í bíl. Það er líka hættulegt að stunda alls kyns áhættuíþróttir, og jafnvel hestaíþróttir eru tölfræðilega hættulegri en notkun á sumum vímuefnum[1]. Fólk stundar alls kyns hættulega og sjálfsskaðandi hegðun, án þess að vera sett í fangelsi fyrir það, í sumum tilvikum er fólk jafnvel hafið til metorða fyrir sjálfhverfa og hættulega hegðun. Tvö allra hættulegustu vímuefnin eru svo lögleg og seld úr ríkiskassanum – áfengi og tóbak, svo ekki er hægt að halda því fram að umhyggja fyrir velferð þjóðarinnar sé í fyrirrúmi í þeirri orðræðu sem við heyrðum í gær. Það er ekki náttúrulögmál að sum vímuefni séu bönnuð en önnur ekki. Síður en svo. Það er minna en öld síðan bannstefnunni var komið á, og síðan hún var sett á hafa milljónir manna út um allan heim látið lífið, bæði í beinum aðgerðum en ekki síður af völdum jaðarsetningar, vegna þess að vímuefnið sem þau kusu sér vildi svo til að var ólöglegt. Og hvað er það sem réði því hvaða vímuefni voru bönnuð og hver ekki? Það voru kynþáttafordómar, hreinir og klárir. Harry Anslinger, fyrsti forsprakki bannstefnunnar, var yfirmaður Federal Bureu of Prohibition, deildar sem varð verklaus þegar áfengi var leyft. Hann var líka mikill rasisti, og ég hvet ykkur til að kynna ykkur söguna af því hvernig hann varð valdur að dauða Billie Holiday. Hann mátti ekki ofsækja dökkt fólk fyrir að vera dökkt, svo hann byrjaði að ofsækja það fyrir að reykja kannabis, sem fram að þeim tíma hafði fylgt manninum óslitið í þúsundir ára – það finnast varla þær mannvistarleyfar nokkurs staðar á jörðinni að ekki finnist leyfar af þessari nytjaplöntu. Ópíum var bannað í kjölfar þess að farandverkamenn frá Kína sem höfðu komið til Bandaríkjanna til að vinna við járnbrautarsmíði yfir álfuna urðu atvinnulausir að verki loknu. Áður en það var bannað var til ópíum á hverju heimili og stærsti notendahópurinn voru húsmæður úr efri stéttum. Hugvíkkandi lyf voru bönnuð vegna þess að risastór hópur ungs fólk sem notaði þessi lyf reis upp á afturfæturnar og neitaði að berjast í Víetnam stríðinu. Og í öllum þessum tilvikum, þá var notkun þessara lyfja gerð að siðferðismáli. Fólkið sem notaði þau var jaðarsett, það fékk á sig stimpil, það fékk ekki vinnu, það var fangelsað. Eða eins og einn af helstu ráðgjöfum Nixons viðurkenndi í blaðaviðtali löngu síðar: "You understand what I'm saying? We knew we couldn't make it illegal to be either against the war or blacks, but by getting the public to associate the hippies with marijuana and blacks with heroin. And then criminalizing both heavily, we could disrupt those communities. We could arrest their leaders. Raid their homes, break up their meetings, and vilify them night after night on the evening news. Did we know we were lying about the drugs? Of course we did." (former Nixon domestic policy chief John Ehrlichman). Á Íslandi hafa ca. 75 milljarðar farið í fíkniefnastríðið síðan 1968. Heildarkostnaður hins opinbera vegna fíkniefnamála var metinn 1.701.917.282 kr. árið 2009[2]. Hátt í 30.000 einstaklingar verið handteknir síðan bannið var sett árið 1968, örugglega yfir 1000 á ári að meðaltali. Hefur dregið úr vímuefnanotkun? Nei. Vímuefnanotkun er nú útbreiddari og algengari en nokkurn tímann áður. Vímuefnin eru harðari, hreinni, hættulegri og er betra aðgengi að þeim[3]. Bein afleiðing af banninu. Refsistefnan tekur líf. Hún gerir fólk að glæpamönnum. Ungmenni á sakaskrá missa atvinnutækifæri og tækifæri til skólagöngu. Notendur veigra sér við að hringja eftir sjúkrabíl eða lögregluaðstoð af ótta við refsingar vegna vörslu. Hún brýtur á mannréttindum fólks. Innrás í einkalíf getur valdið langtímaafleiðingum á tilfinningalíf fólks. Hún eykur afbrot í samfélaginu, því fólk sem glímir við alvarlegan vímefnavanda þarf efnin sín. Hún brýtur upp fjölskyldur og jaðarsetur einstaklinga enn frekar. Og hún á bein upptök í rasisma. Ég hvet alla til þess að ná sér í eintak af bókinni Að hundelta ópið (Chasing the scream) eftir Johan Hari og sjá með eigin augum hversu sorgleg þessi atburðarás hefur verið í gegnum áratugina. Aðrar bækur sem ég mæli með um málefnið eru Drugs without the hot air e. Professor David Nutt, Drug use for grown ups e. Dr. Carl Hart og In the realm of hungry ghosts e. Gabor Mate. Höfundur er sálfræðingur og eigandi Heilshugar – batamiðaðs rýmis með skaðaminnkandi áherslum. 1. Drugs without the Hot air – Professor David Nutt 2. Kostnaður hins opinbera við eftirfylgni laga um fíkniefni (2011). Júlía Birgisdóttir. https://skemman.is/handle/1946/8207 3. Wastewater analysis and drugs (2019). European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction. http://www.emcdda.europa.eu/topics/pods/waste-water-analysis
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar