Um stríð og frið Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 29. mars 2022 11:01 „Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“. - Zbigniew Brzezinski Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra. Hver var hún? Hún var sú, að ekki mætti segja eða gera neitt, sem tefldi völdum Gorbachevs sem forseta Sovétríkjanna í hættu, því að þá myndu „harðlínumenn“ (kommúnistar) ná völdum. Þar með væri yfirstandandi samningum um endalok Kalda stríðsins, allsherjar afvopnun, frelsun þjóða Mið-og Austur Evrópu undan oki Sovétríkjanna - og síðast en ekki síst sameiningu Þýskalands - teflt í tvísýnu. Ég taldi það ekki góðri lukku stýra að binda allar vonir um árangur í þessum mikilvægu samningum við pólitísk örlög eins manns. Ég benti á, að vegna vonbrigða með lítinn árangur í reynd af umbótatali Gorbachevs, hefði hann í vaxandi mæli glatað stuðningi umbótaafla og orðið að reiða sig á stuðning harðlínumanna í Kreml, eins og síðar kom á daginn. Ég hélt því fram, að leiðtogar lýðræðisríkjanna mættu með engu móti fórna réttmætum væntingum Eystrasaltsþjóða um endurheimt sjálfstæðis, á svo hæpnum forsendum. Að þora þegar aðrir þögðu Rás atburða á haustdögum árið 1991 staðfesti, að við höfðum rétt fyrir okkur en þeir rangt. Þann 19. ágúst 1991 gerðu „harðlínumenn“ misheppnaða valdaránstilraun í Moskvu. Boris Jeltsín, forseti rússneska sambandslýðveldisins, steig fram á sjónarsviðið sem leiðtogi lýðræðiaflanna í Rússlandi. Gorbachev sat eftir sem valdalaus forseti Sambands ráðstjórnarríkja, sem var að gliðna í sundur. Hann endaði sem útfararstjóri kerfisins, sem hann ætlaði að bjarga, en dró hann með sér í fallinu. Það var staðfest, þegar forsetar Rússlands, Úkraínu og Hvíta Rússlands hittust á fundi í Minsk, þar sem ríkin þrjú sögðu skilið við Sovétríkin. Þar með lauk rúmlega 70 ára sögu sovétkommúnismans. Eystrasaltsþjóðirnar höfðu áður lýst yfir endurheimtu sjálfstæði og þar með sagt skilið við Sovétríkin fyrir sitt leyti. Þar með hafði rás atburðanna sannað, að yfirlýst stefna leiðtoga lýðræðisríkjanna (NATO) ,“ að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“, hafði verið á sandi byggð. Um skeið var tvísýnt, hvaða öfl færu með völdin í Kreml. Í Vestrinu ríkti pólitískt tómarúm. Það var við þessar kringumstæður, sem Ísland tók frumkvæðið að viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir kæmu brátt í kjölfarið. Það reyndist vera rétt mat. Það er vegna þessa, sem Eystrasaltsþjóðir bera hlýjan hug til Íslendinga. Vegna þess að „þeir þorðu þegar aðrir þögðu“, eins og letrað var á eina grjótblokkina í víggirðingunni kringum þinghúsið í Vilníus dagana sem það var í umsátri sovéska hernámsliðsins. Alls urðu fimmtán ný ríki til við upplausn Sovétríkjanna. Þeirra á meðal Úkraína, sem stríðið stendur um í dag. Meira en 90% Úkraínumanna lýstu stuðningi við sjálfstæði Úkraínu í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1991. Það þýðir, að margir meðal rússneska þjóðernisminnihlutans, sem er fjölmennastur í suðaustur héruðum Úkraínu, hafa stutt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Afdrifarík mistök Hvers vegna er verið að rifja upp þessa sögu nú, meira en 30 árum síðar? Það er vegna þess að þótt bæði Eystrasaltsþjóðirnar og Úkraínumenn hafi lagt upp í óvissuferð sjálfstæðisins á sama tíma (1991) þá hafa örlög þeirra vissulega orðið með gerólíkum hætti. Eystrasaltsþjóðirnar settu sér frá upphafi það markmið að festa sjálfstæðið í sessi með aðild að Evrópusambandinu og að tryggja öryggi sitt til frambúðar með aðild að varnarbandalagi lýðræðisríkja (NATO). Það er þess vegna sem innrásarherir Pútins staðnæmast við landamæri þeirra. Ef Úkrainumönnum hefði lánast að fylgja fordæmi Eystrasaltsþjóða um aðild að þessum bandalögum evrópskra lýðræðisríkja, er óhugsandi að nokkur valdhafi í Kreml með fullu viti hefði dirfst að reyna að hnekkja því öryggiskerfi með hervaldi. Og meira en það: Ef yfirlýst stefna leiðtoga NATO á sínum tíma um „að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“ hefði náð fram að ganga, væru Eystrasaltsþjóðirnar enn innlyksa í því þjóðafangelsi. Ill heimanfylgja Hvað dvaldi Úkraínu við að koma sér í skjól til frambúðar? Fyrir því eru margar ástæður. Stjórnmálaforystuna skorti alla reynslu af uppbyggingu og starfsháttum lykilstofnana lýðræðis- og réttarríkis. Efnahags- og viðskiptalífið var gerspillt. Umþóftunin til markaðskerfins með samkeppni – þ.m.t. einkavæðing og frjáls verðlagning – fór í handaskolum. Forstjóraveldi gamla kerfisins umbreyttist í ráðandi klíkur ólígarka, sem réðu lögum og lofum yfir efnahagskerfinu, iðulega í nánum tengslum við rússneska klíkubræður. Þjóðarframleiðslan skrapp saman um tugi prósenta og verðbólgan fór í himinhæðir. Þjóðarauðurinn safnaðist á fáar hendur. Lífskjör almennings hrundu. Það brast á með fólksflótta úr landi. Pólitísk upplausn var viðvarandi, enda stjórnkerfið gegnsýrt af spillingu. Í orði kveðnu voru vaktar upp falskar væntingar um aðild að Evrópusambandinu og NATO. Í reynd var stjórnvöldum lítið ágengt við að uppfylla inntökuskilyrðin. Öfugt við Eystrasaltsþjóðir skorti Úkraínumenn mjög pólitíska forystu og stefnufestu. Við þetta bættist, að mikið skorti á, að hugur fylgdi máli af hálfu leiðtoga Vesturveldanna, varðandi gefin fyrirheit um nýtt og „sameiginlegt öryggiskerfi Evrasíu“, þar sem jafnvel Rússland gæti verið þátttakandi. Af hálfu NATO var stofnað til sérstaks samráðsvettvangs við Rússland, sem reyndist þó vera aðeins til málamynda. Og stóra tækifærið, sem upplausn Sovétríkjanna færði leiðtogum Vesturveldanna upp í hendur, um nýja Marshall- áætlun til að byggja upp undirstöður lýðræðis- og réttarríkis í Rússlandi, gekk þeim með öllu úr greipum. Um væntingar og vanefndir Eftir að Putin hafði fest sig í sessi sem alvaldur í hefðbundnum rússneskum stíl , stefndi hann smám saman að því, leynt og ljóst, að endurreisa Stórrússneska nýlenduveldið. Því fylgir krafan um sérrússneskt áhrifasvæði yfir leppríkjum í næsta nágrenni ( e. „bufferstates“). Þetta er samkvæmt kokkabókum nýlenduvelda fyrr og síðar. Það átti vissulega við um Stórþýskaland Hitlers á sinni tíð, ekkert síður en um Bandaríkin eða Kína í samtímanum. Við þetta bættist, að forysturíki Evrópusambandsins - Þýskaland á valdaskeiði mömmu Merkel - ofurseldi Rússlandi Pútíns ráðandi markaðshlutdeild á orkumarkaði Evrópu. Það segir meira en mörg orð um skort á framsýni og stefnufestu. Allt hefur þetta bitnað á væntingum um aðild Úkraínu að öryggiskerfi Evrópu – fölskum væntingum í orði kveðnu, sem reyndust vanefndar í verunni. Þetta er satt að segja sorgarsaga um skort á pólitískri forystu og framtíðarsýn af beggja hálfu, leiðtoga lýðræðisríkjanna og stjórnmálaforystu Úkraínumanna. Þetta er saga um glötuð tækifæri, sem gáfust við upplausn Sovétríkjanna til að byggja upp stofnanir lýðræðis - og réttarríkis í Rússlandi; sem og tækifæri, sem gáfust til að koma frjálsri Úkraínu í öruggt skjól í tæka tíð. Eftir stendur, að Rússland er enn á ný orðið hættulegt grannríkjum sínum. Að bjarga því sem bjargað verður Á seinni árum, einkum eftir valdatöku Zelinskis sem forseta, hafa sést ýmis merki um betri tíð og bætt stjórnarfar í Úkraínu. Og það, hversu einarðlega þeir hafa tekið til varna gegn tilefnislausu innrásarstríði Pútíns, vekur vonir um, að bjarga megi því sem bjargað verður. Það hefur vissulega kostað óbærilegar fórnir í mannslífum talið. En ef NATO stendur við gefin loforð um undanbragðalausan stuðning við varnarbaráttu Úkraínumanna, getum við enn gert okkur vonir um, að þessar fórnir verði ekki færðar til einskis. Undir engum kringumstæðum er það ásættanlegt, að Úkraína verði limuð í sundur í krafti valdbeitingar. Aðild að Evrópusambandinu og atbeini þess við að reisa landið úr rústum, flokkast undir neyðarráðastöfun, sem hlýtur að ryðja úr vegi venjulegu regluverki. Aðild að NATO í náinni framtíð er hins vegar úr sögunni, úr því sem komið er. Það þýðir, að Úkraína stendur utan hernaðarbandalaga (e. alliance free). Í staðinn er það lágmarkskrafa, að kjarnavopnaveldin þrjú,( Rússland, Bandaríkin og Bretland), skuldbindi sig til að standa við svikin loforð sín í tilefni af Búdapest- samkomulaginu 1996. Það var um það, að þessi þrjú kjarnavopnaveldi ábyrgðust óbreytt landamæri Úkraínu, í staðinn fyrir að Úkraína framseldi sinn hluta af kjarnavopnabirgðum Sovétríkjanna til eyðileggingar. Það var stærsta framlag nokkurs ríkis til afvopnunar í sögunni hingað til. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95 og er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Litháen Úkraína Tengdar fréttir Úkraína í herkví: Afturgöngur sögunnar Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? 27. febrúar 2022 21:30 Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
„Án Úkraínu verður Rússland aldrei drottnandi nýlenduveldi á ný“. - Zbigniew Brzezinski Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra. Hver var hún? Hún var sú, að ekki mætti segja eða gera neitt, sem tefldi völdum Gorbachevs sem forseta Sovétríkjanna í hættu, því að þá myndu „harðlínumenn“ (kommúnistar) ná völdum. Þar með væri yfirstandandi samningum um endalok Kalda stríðsins, allsherjar afvopnun, frelsun þjóða Mið-og Austur Evrópu undan oki Sovétríkjanna - og síðast en ekki síst sameiningu Þýskalands - teflt í tvísýnu. Ég taldi það ekki góðri lukku stýra að binda allar vonir um árangur í þessum mikilvægu samningum við pólitísk örlög eins manns. Ég benti á, að vegna vonbrigða með lítinn árangur í reynd af umbótatali Gorbachevs, hefði hann í vaxandi mæli glatað stuðningi umbótaafla og orðið að reiða sig á stuðning harðlínumanna í Kreml, eins og síðar kom á daginn. Ég hélt því fram, að leiðtogar lýðræðisríkjanna mættu með engu móti fórna réttmætum væntingum Eystrasaltsþjóða um endurheimt sjálfstæðis, á svo hæpnum forsendum. Að þora þegar aðrir þögðu Rás atburða á haustdögum árið 1991 staðfesti, að við höfðum rétt fyrir okkur en þeir rangt. Þann 19. ágúst 1991 gerðu „harðlínumenn“ misheppnaða valdaránstilraun í Moskvu. Boris Jeltsín, forseti rússneska sambandslýðveldisins, steig fram á sjónarsviðið sem leiðtogi lýðræðiaflanna í Rússlandi. Gorbachev sat eftir sem valdalaus forseti Sambands ráðstjórnarríkja, sem var að gliðna í sundur. Hann endaði sem útfararstjóri kerfisins, sem hann ætlaði að bjarga, en dró hann með sér í fallinu. Það var staðfest, þegar forsetar Rússlands, Úkraínu og Hvíta Rússlands hittust á fundi í Minsk, þar sem ríkin þrjú sögðu skilið við Sovétríkin. Þar með lauk rúmlega 70 ára sögu sovétkommúnismans. Eystrasaltsþjóðirnar höfðu áður lýst yfir endurheimtu sjálfstæði og þar með sagt skilið við Sovétríkin fyrir sitt leyti. Þar með hafði rás atburðanna sannað, að yfirlýst stefna leiðtoga lýðræðisríkjanna (NATO) ,“ að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“, hafði verið á sandi byggð. Um skeið var tvísýnt, hvaða öfl færu með völdin í Kreml. Í Vestrinu ríkti pólitískt tómarúm. Það var við þessar kringumstæður, sem Ísland tók frumkvæðið að viðurkenningu á sjálfstæði Eystrasaltsþjóða, í trausti þess, að aðrar þjóðir kæmu brátt í kjölfarið. Það reyndist vera rétt mat. Það er vegna þessa, sem Eystrasaltsþjóðir bera hlýjan hug til Íslendinga. Vegna þess að „þeir þorðu þegar aðrir þögðu“, eins og letrað var á eina grjótblokkina í víggirðingunni kringum þinghúsið í Vilníus dagana sem það var í umsátri sovéska hernámsliðsins. Alls urðu fimmtán ný ríki til við upplausn Sovétríkjanna. Þeirra á meðal Úkraína, sem stríðið stendur um í dag. Meira en 90% Úkraínumanna lýstu stuðningi við sjálfstæði Úkraínu í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1991. Það þýðir, að margir meðal rússneska þjóðernisminnihlutans, sem er fjölmennastur í suðaustur héruðum Úkraínu, hafa stutt sjálfstæðisyfirlýsinguna. Afdrifarík mistök Hvers vegna er verið að rifja upp þessa sögu nú, meira en 30 árum síðar? Það er vegna þess að þótt bæði Eystrasaltsþjóðirnar og Úkraínumenn hafi lagt upp í óvissuferð sjálfstæðisins á sama tíma (1991) þá hafa örlög þeirra vissulega orðið með gerólíkum hætti. Eystrasaltsþjóðirnar settu sér frá upphafi það markmið að festa sjálfstæðið í sessi með aðild að Evrópusambandinu og að tryggja öryggi sitt til frambúðar með aðild að varnarbandalagi lýðræðisríkja (NATO). Það er þess vegna sem innrásarherir Pútins staðnæmast við landamæri þeirra. Ef Úkrainumönnum hefði lánast að fylgja fordæmi Eystrasaltsþjóða um aðild að þessum bandalögum evrópskra lýðræðisríkja, er óhugsandi að nokkur valdhafi í Kreml með fullu viti hefði dirfst að reyna að hnekkja því öryggiskerfi með hervaldi. Og meira en það: Ef yfirlýst stefna leiðtoga NATO á sínum tíma um „að halda Sovétríkjunum saman í nafni friðar og stöðugleika“ hefði náð fram að ganga, væru Eystrasaltsþjóðirnar enn innlyksa í því þjóðafangelsi. Ill heimanfylgja Hvað dvaldi Úkraínu við að koma sér í skjól til frambúðar? Fyrir því eru margar ástæður. Stjórnmálaforystuna skorti alla reynslu af uppbyggingu og starfsháttum lykilstofnana lýðræðis- og réttarríkis. Efnahags- og viðskiptalífið var gerspillt. Umþóftunin til markaðskerfins með samkeppni – þ.m.t. einkavæðing og frjáls verðlagning – fór í handaskolum. Forstjóraveldi gamla kerfisins umbreyttist í ráðandi klíkur ólígarka, sem réðu lögum og lofum yfir efnahagskerfinu, iðulega í nánum tengslum við rússneska klíkubræður. Þjóðarframleiðslan skrapp saman um tugi prósenta og verðbólgan fór í himinhæðir. Þjóðarauðurinn safnaðist á fáar hendur. Lífskjör almennings hrundu. Það brast á með fólksflótta úr landi. Pólitísk upplausn var viðvarandi, enda stjórnkerfið gegnsýrt af spillingu. Í orði kveðnu voru vaktar upp falskar væntingar um aðild að Evrópusambandinu og NATO. Í reynd var stjórnvöldum lítið ágengt við að uppfylla inntökuskilyrðin. Öfugt við Eystrasaltsþjóðir skorti Úkraínumenn mjög pólitíska forystu og stefnufestu. Við þetta bættist, að mikið skorti á, að hugur fylgdi máli af hálfu leiðtoga Vesturveldanna, varðandi gefin fyrirheit um nýtt og „sameiginlegt öryggiskerfi Evrasíu“, þar sem jafnvel Rússland gæti verið þátttakandi. Af hálfu NATO var stofnað til sérstaks samráðsvettvangs við Rússland, sem reyndist þó vera aðeins til málamynda. Og stóra tækifærið, sem upplausn Sovétríkjanna færði leiðtogum Vesturveldanna upp í hendur, um nýja Marshall- áætlun til að byggja upp undirstöður lýðræðis- og réttarríkis í Rússlandi, gekk þeim með öllu úr greipum. Um væntingar og vanefndir Eftir að Putin hafði fest sig í sessi sem alvaldur í hefðbundnum rússneskum stíl , stefndi hann smám saman að því, leynt og ljóst, að endurreisa Stórrússneska nýlenduveldið. Því fylgir krafan um sérrússneskt áhrifasvæði yfir leppríkjum í næsta nágrenni ( e. „bufferstates“). Þetta er samkvæmt kokkabókum nýlenduvelda fyrr og síðar. Það átti vissulega við um Stórþýskaland Hitlers á sinni tíð, ekkert síður en um Bandaríkin eða Kína í samtímanum. Við þetta bættist, að forysturíki Evrópusambandsins - Þýskaland á valdaskeiði mömmu Merkel - ofurseldi Rússlandi Pútíns ráðandi markaðshlutdeild á orkumarkaði Evrópu. Það segir meira en mörg orð um skort á framsýni og stefnufestu. Allt hefur þetta bitnað á væntingum um aðild Úkraínu að öryggiskerfi Evrópu – fölskum væntingum í orði kveðnu, sem reyndust vanefndar í verunni. Þetta er satt að segja sorgarsaga um skort á pólitískri forystu og framtíðarsýn af beggja hálfu, leiðtoga lýðræðisríkjanna og stjórnmálaforystu Úkraínumanna. Þetta er saga um glötuð tækifæri, sem gáfust við upplausn Sovétríkjanna til að byggja upp stofnanir lýðræðis - og réttarríkis í Rússlandi; sem og tækifæri, sem gáfust til að koma frjálsri Úkraínu í öruggt skjól í tæka tíð. Eftir stendur, að Rússland er enn á ný orðið hættulegt grannríkjum sínum. Að bjarga því sem bjargað verður Á seinni árum, einkum eftir valdatöku Zelinskis sem forseta, hafa sést ýmis merki um betri tíð og bætt stjórnarfar í Úkraínu. Og það, hversu einarðlega þeir hafa tekið til varna gegn tilefnislausu innrásarstríði Pútíns, vekur vonir um, að bjarga megi því sem bjargað verður. Það hefur vissulega kostað óbærilegar fórnir í mannslífum talið. En ef NATO stendur við gefin loforð um undanbragðalausan stuðning við varnarbaráttu Úkraínumanna, getum við enn gert okkur vonir um, að þessar fórnir verði ekki færðar til einskis. Undir engum kringumstæðum er það ásættanlegt, að Úkraína verði limuð í sundur í krafti valdbeitingar. Aðild að Evrópusambandinu og atbeini þess við að reisa landið úr rústum, flokkast undir neyðarráðastöfun, sem hlýtur að ryðja úr vegi venjulegu regluverki. Aðild að NATO í náinni framtíð er hins vegar úr sögunni, úr því sem komið er. Það þýðir, að Úkraína stendur utan hernaðarbandalaga (e. alliance free). Í staðinn er það lágmarkskrafa, að kjarnavopnaveldin þrjú,( Rússland, Bandaríkin og Bretland), skuldbindi sig til að standa við svikin loforð sín í tilefni af Búdapest- samkomulaginu 1996. Það var um það, að þessi þrjú kjarnavopnaveldi ábyrgðust óbreytt landamæri Úkraínu, í staðinn fyrir að Úkraína framseldi sinn hluta af kjarnavopnabirgðum Sovétríkjanna til eyðileggingar. Það var stærsta framlag nokkurs ríkis til afvopnunar í sögunni hingað til. Höfundur var utanríkisráðherra Íslands 1988-95 og er heiðursborgari í Vilnius, höfuðborg Litháen.
Úkraína í herkví: Afturgöngur sögunnar Má rekja neyðarástandið sem umlykur Úkraínu til sögulegra mistaka leiðtoga Vesturveldanna, þegar samið var við Gorbachev um endalok Kalda stríðsins á árunum um og upp úr 1990? 27. febrúar 2022 21:30
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun