Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 13:00 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er annar stærstu hluthafinn í Íslandsbanka eftir útboð í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02