Röskva – fyrir framtíð háskólasamfélagsins Brynhildur Kristín Ásgeirsdóttir og Katrín Björk Kristjánsdóttir skrifa 23. mars 2022 08:30 Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Jafnrétti, róttækni og heiðarleiki eru gildin sem Röskva starfar eftir og hafa þau kristallast í hagsmunabaráttu stúdenta með Röskvu í meirihluta. Við höfum verið þrýstiafl í þágu mikilvægra breytinga, haft hærra um málefnin, fundið mikinn meðbyr í samfélaginu og verið óhrædd við að veita stjórnvöldum og háskólayfirvöldum virkt aðhald þegar þörf krefur. Jafnrétti er rauði þráðurinn í öllu okkar starfi. Þannig hafa áherslur okkar um bætt námslánakerfi skilað sér í að tveir fulltrúar stúdenta fengu, í fyrsta skipti, sæti við borðið við gerð nýs frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Nýtt kerfi hafði í för með sér jákvæðar breytingar en enn er þó langt í að sjóðurinn fullnægi hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Grunnframfærslan er enn svo lág að stúdentar ná ekki að framfleyta sér án þess að vinna með námi og á sama tíma skerðast tekjur þeirra þéni þeir yfir markið sem sjóðurinn setur. Þessari staðreynd ætlar Röskva að breyta. Menntasjóðurinn kemur líka við sögu í húsnæðismálunum, þar sem viðbótarlánið vegna húsnæðiskostnaðar er of lágt og tekur ekki mið af almennum leigumarkaði. Á síðustu 5 árum hefur vísitala leiguverðs hækkað um 40% en á sama tíma hefur lánasjóðurinn aðeins hækkað viðbótarlán vegna húsnæðis um 11%. Aðgengi að húsnæði í nærumhverfi og á viðráðanlegu verði er lykilatriði til að sporna gegn þessu og hefur Röskva t.a.m. farið fram á að byggingin Stapi, gamla Stúdentaheimilið, verði afhentur FS aftur með tilkomu Hótel Sögu og Húss Heilbrigðisvísindasviðs. Geðheilbrigðismálin hafa ekki síður verið í brennidepli en á fjórum árum hefur sálfræðingum í Háskóla Íslands fjölgað frá einum, sem starfaði þá í hálfu starfshlutfalli, upp í fjóra. Í fyrra náði skrifstofa Stúdentaráðs, í umboði Röskvu, í gegn auknum fjárframlögum í málaflokkinn vegna áhrifa faraldursins eða 45 milljónir sem hefur gert Háskóla Íslands kleift að fjölga geðheilbrigðisúrræðum. Röskva í Stúdentaráði mun halda áfram að að brýna fyrir stjórnvöldum mikilvægi bættrar geðheilbrigðisþjónustu í formi öruggrar fjármögnunar. Róttækni ræður för í þeim hagsmunamálum sem krefjast mikillar föstu, líkt og vegna atvinnuleysisbótakröfu Stúdentaráðs sem snýst einfaldlega um að allir stúdentar geti sótt sér fjárhagsaðstoðar, sökum atvinnuleysis, til jafns við annað vinnandi fólk. Eins með undirfjármögnun háskólastigsins sem hefur með sér ýmsar birtingarmyndir á borð við há skrásetningargjöld sem ekki tíðkast á hinum Norðurlöndunum, einsskiptis fjármögnunaraðgerðum í staðinn fyrir trygg fjárframlög og hreinlega ójafna skiptingu milli háskóla. Slíkt getur leitt til þess að gæði kennslu hrakar, hvatinn til úrbóta takmarkast og námsaðstoð, sértæk þjónusta og námsframboð verði ábótavant. Róttækni felur í sér að gripið sé til markvissa aðgerða, sem er t.a.m. þarft í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum. Þar hefur Röskva verið leiðandi með því að stórauka vegan úrvalið í Hámu í samstarfi við FS, tryggja Háskóla Íslands grænfána viðurkenningu tvö ár í röð og halda U-passanum, samgöngukorti fyrir stúdenta, til streitu. Við viljum enn grænni háskóla og höfum nú þegar hafist handa við að fá inn á svæðið lágvöruverðsverslun og munum áfram beita okkur fyrir heilsugæslu, þannig að stúdentar hafi aðgang að grunnþjónustu í sínu nærumhverfi. Heiðarleiki er einkennandi fyrir störf Röskvu. Við leggjum mikið upp úr gagnsæum, vönduðum og skýrum vinnubrögðum vegna þess að hagsmunabarátta stúdenta snýst um að standa vörð um allt það sem snertir okkur sem einstaklingar. Hún er í eðli sínu pólitísk sem þýðir að stúdentar geti ekki verið hlutlausir hagaðilar, því árangri er ekki náð ef baráttan er einungis innan veggja skólans. Í Stúdentaráði og háskólaráði hefur Röskva sýnt fram á að hugsjónin um jöfn tækifæri eigi að vera í fyrirrúmi og að það sé hlutverk okkar allra að láta okkur málefnin varða. Röskva hefur leitt til breytinga og er hvergi nær hætt. Höfundar eru á lista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 23. og 24. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun