Innherji

Sýnatökur vegna COVID-19 hafa kostað ríkið rúma ellefu milljarða

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Njáll Trausti beindi fyrirspurn að heilbrigðisráðherra þar sem hann vildi fá úr því skorið hvað sýnatökur í heimsfaraldrinum hefðu kostað ríkissjóð. 
Njáll Trausti beindi fyrirspurn að heilbrigðisráðherra þar sem hann vildi fá úr því skorið hvað sýnatökur í heimsfaraldrinum hefðu kostað ríkissjóð. 

Heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku frá því að heimsfaraldur COVID-19 hófst eru rúmir ellefu milljarðar króna.

Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á vef Alþingis rétt í þessu.

Njáll Trausti beindi fyrirspurn sinni að heilbrigðisráðherra. Í svari við fyrirspurn þingmannsins kemur fram að heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatöku vegna COVID-19 frá því að faraldurinn hófst hafi verið 11.402.028.951 íslenskar krónur, eða tæplega ellefu og hálfur milljarður.

Samantekið hefur kostnaður ríkisins vegna sýnatökupinna frá því að faraldurinn hófst verið 369 krónur fyrir hvert PCR-próf að meðaltali. Kostnaður fyrir hvert hraðpróf hefur verið 1.685 krónur að meðaltali fyrir hvert próf. 

Þá hefur heildarkostnaður ríkisins vegna sýnatökupinna frá því að faraldurinn hófst verið 615.005.440 krónur fyrir PCR-próf annars vegar og 389.413.072 krónur fyrir hraðpróf hins vegar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×