Framtíð félagsmanna VM verður björt Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 19. mars 2022 07:01 Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Tengdar fréttir Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM.
Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun