Framsókn í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 18. mars 2022 08:31 Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Skoðun Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun mars kynnti Framsókn í Hafnarfirði framboðslistann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða þann 14. maí næstkomandi. Listinn er skipaður öflugu og góðu fólki sem vill vinna vel fyrir Hafnarfjörð. Mér hefur verið falið að leiða listann og er ég ákaflega þakklátur fyrir það traust. Ég hef starfað í bæjarmálunum á þessum kjörtímabili sem formaður í fjölskylduráði og varabæjarfulltrúi. Hef einnig tekið þátt í ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæinn. Fyrir utan störf mín á sviði bæjarmála þá er mitt aðalstarf að vera skólastjóri í Öldutúnsskóla. Ég hef tæplega 20 ára reynslu sem skólastjóri í grunnskólum, fyrst á Grenivík og síðan hér í Hafnarfirði. Sú reynsla hefur og mun áfram nýtast mér afar vel á vettvangi stjórnmálanna. Fljótlega eftir að ég tók við sem skólastjóri Öldutúnsskóla þá settum við okkur það markmið að Öldutúnsskóli ætti að skipa sér í fremstu röð meðal grunnskóla landsins. Við höfum náð virkilega góðum árangri hvað það varðar. Við þurfum ekki annað en að rýna í niðurstöður á mælingum á starfi skólans til að sjá það. Og ég segi ,,við“ einfaldlega vegna þess að ég er ekki einn í þessu. Ég er með fullt af fólki með mér, nemendur, starfsmenn og foreldra. Saman náum við þessum árangri. Þannig sýn hef ég einnig á stjórnmálin. Við þurfum að vinna saman. Vinna saman að því að finna bestu mögulegu leiðirnar. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála en með því að ræða málin þá oftar en ekki náum við góðri lendingu. Ég hef aldrei og mun aldrei tala niður skoðanir annarra, þannig pólitík hentar mér ekki. Það er svo mikilvægt að hafa ólíkar skoðanir til að framþróun geti átt sér stað. Með því að hafa ólíkar skoðanir þá skoðum við allar hliðar og reynum að ná bestu mögulegu leiðinni fyrir íbúa sveitarfélagsins. Málefnavinna er í fullum gangi og það eru nú þegar komnar fullt af hugmyndum um það hvernig við gerum góðan bæ enn betri. Við eigum eftir að kynna okkar áherslur vel fyrir íbúum næstu vikurnar. Við í Framsókn höfum starfað að heilindum á þessum kjörtímabili. Erum stolt af þeim verkum sem við höfum staðið fyrir og komið í framkvæmd. Framundan eru skemmtilegar vikur í kosningabaráttunni. Við ætlum að heyja öfluga kosningabaráttu. Kosningabaráttu sem mun einkennast af fagmennsku, heiðarleika og gleði. Við ætlum okkur stóra hluti í kosningunum í vor. Framtíðin ræðst á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknar í Hafnarfirði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun