Lovísa: Viljum að sjálfsögðu halda titlinum en engin aukapressa Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 17:00 Lovísa Björt Henningsdóttir er klár í slaginn í VÍS-bikarnum en undanúrslitin eru í dag og úrslitaleikur á laugardaginn. vísir/Sigurjón „Ég held að ég geti lofað virkilega flottum leik,“ segir Lovísa Björt Henningsdóttir um stórleik Njarðvíkur og Hauka í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta sem fram fer í Smáranum í kvöld. Snæfell og Breiðablik mætast klukkan 17.15 og klukkan 20 mætast svo Njarðvík og Haukar sem eru ríkjandi bikarmeistarar. Sigurliðin mætast í úrslitaleik á laugardaginn. Lovísa segir að því fylgi engin aukapressa að vera handhafi bikarmeistaratitilsins: „Við setjum bara þá pressu á okkur sem við viljum. Við erum auðvitað ríkjandi meistarar núna og að sjálfsögðu viljum við halda titlinum, en það er engin aukapressa. Við spilum bara okkar leik og gerum okkar besta.“ Klippa: Viðtal við Lovísu úr Haukum „Þetta leggst ótrúlega vel í okkur. Við erum búnar að eiga marga góða leiki við Njarðvík í vetur, virkilega góða leiki á báða bóga,“ segir Lovísa. Liðin hafa skipst á að vinna í Subway-deildinni í vetur, unnið tvo leiki hvort í innbyrðis viðureignum liðanna, og eru bæði í toppbaráttunni. „Þær eru með ótrúlega flotta Kana og ég held að þetta snúist fyrst og fremst um að við spilum virkilega góðan varnarleik. Við erum með mjög gott sóknarlið og varnarlið. Það er alltaf hægt að setja boltann í körfuna en við þurfum að ná „stoppum“ líka til að vinna leiki,“ segir Lovísa sem þrátt fyrir að vera bara 26 ára er ein af nokkrum reynsluboltum í liði Hauka. Gæti reynsla Hauka ráðið úrslitum í kvöld? „Vonandi en Njarðvík er líka með góða reynslu í góðum Könum. Þær eru með þrjá góða útlendinga og svo flottar, íslenskar stelpur. Ég held því að þetta verði mjög spennandi leikur.“ Íslenski körfuboltinn Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Snæfell og Breiðablik mætast klukkan 17.15 og klukkan 20 mætast svo Njarðvík og Haukar sem eru ríkjandi bikarmeistarar. Sigurliðin mætast í úrslitaleik á laugardaginn. Lovísa segir að því fylgi engin aukapressa að vera handhafi bikarmeistaratitilsins: „Við setjum bara þá pressu á okkur sem við viljum. Við erum auðvitað ríkjandi meistarar núna og að sjálfsögðu viljum við halda titlinum, en það er engin aukapressa. Við spilum bara okkar leik og gerum okkar besta.“ Klippa: Viðtal við Lovísu úr Haukum „Þetta leggst ótrúlega vel í okkur. Við erum búnar að eiga marga góða leiki við Njarðvík í vetur, virkilega góða leiki á báða bóga,“ segir Lovísa. Liðin hafa skipst á að vinna í Subway-deildinni í vetur, unnið tvo leiki hvort í innbyrðis viðureignum liðanna, og eru bæði í toppbaráttunni. „Þær eru með ótrúlega flotta Kana og ég held að þetta snúist fyrst og fremst um að við spilum virkilega góðan varnarleik. Við erum með mjög gott sóknarlið og varnarlið. Það er alltaf hægt að setja boltann í körfuna en við þurfum að ná „stoppum“ líka til að vinna leiki,“ segir Lovísa sem þrátt fyrir að vera bara 26 ára er ein af nokkrum reynsluboltum í liði Hauka. Gæti reynsla Hauka ráðið úrslitum í kvöld? „Vonandi en Njarðvík er líka með góða reynslu í góðum Könum. Þær eru með þrjá góða útlendinga og svo flottar, íslenskar stelpur. Ég held því að þetta verði mjög spennandi leikur.“
Íslenski körfuboltinn Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira