Ábyrg fjármálastjórn? Kanntu annan betri? Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. mars 2022 10:31 Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar