„Ekki vera aumingi“ Þorsteinn V. Einarsson skrifar 16. mars 2022 11:00 Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn V. Einarsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Sjá meira
Skaðleg karlmennska bitnar ekki einungis á konum eða jaðarsettum hópum heldur getur hún bitnað einnig á strákum, körlum og þeim eintaklingum sem tengja við karlmennsku. Þessi stutta teiknaða hreyfimynd er eitt dæmi um hvernig skaðleg karlmennska getur orðið til hjá ungum strákum. Sumum strákum er kennt að harka allt af sér og gráta ekki þegar þeir meiða sig, vera ekki aumingjar. Slíkt getur stuðlað að skömm og því að strákar læra að hunsa eigin tilfinningar, því þeir vilja ekki vera aumingjar. Mikilvægt er að við, sérstaklega pabbar, yfirfærum þetta viðhorf (sem við kunnum að hafa lært) ekki á okkar stráka heldur styðjum þá með samkennd, hlýju og ást. Það gerir hvorki okkur né strákana okkar að aumingjum heldur nærir þrautseygju, skapar sterk tengsl og jákvæða karlmennsku. Menningarmein Sumir hafa átt erfitt með að tengja kvenfyrirlitningu við karlmennsku. Ef við lítum á viðteknar hugmyndir um konur og kvenleika og karla og karlmennsku, ættum við að sjá hvernig tilfinningar, umhyggjusemi, hlýja og næmni hefur verið tengd við konur og kvenleika. Á meðan harka, rökhyggja og dugnaður sama hvað, hefur verið tengt við karla og karlmennsku. Þar sem kvenleikinn (hlýja, næmni og umhyggjusemi) er talinn síður eftirsóknarverður fyrir karla að tileinka sér. Þetta er augljóst dæmi um hvernig karlmennska, einkum þessi skaðlega, er lituð af kvenfyrirlitningu. Karlar og drengir eru ekkert síður umhyggjusamari en konur eða stúlkur. Meðvitað og ómeðvitað er þeim hins vegar kennt að vera ekki kellingar og aumingjar. Inræddir af kvenfyrirlitningu og á sama tíma sjálfsfyrirlitningu. Þeir læra að fyrirlíta sjálfa sig fyrir að vera of næmir, of mjúkir, of tilfinningaríkir, of miklar kellingar og aumingjar. Það er skaðleg karlmennska og hún bitnar á okkur öllum. Leyfum strákum að sjá og tjá tilfinningar, af því það er jákvæð karlmennska. Höfundur er kynjafræðingur og forsprakki karlmennskan.is.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun