„Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2022 09:00 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg geta unnið þrefalt á þessu tímabili. stöð 2 sport Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00