„Set líka þrýsting á mig að vera frábær“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2022 09:00 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg geta unnið þrefalt á þessu tímabili. stöð 2 sport Ómar Ingi Magnússon fagnar því að auknar kröfur séu gerðar til íslenska landsliðsins í handbolta. Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðið hittist eftir Evrópumótið í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti. „Það er æðislegt að vera kominn heim. Ég held að allir njóti þess að vera á Íslandi og það er gott að hitta strákana aftur. Maður saknaði þeirra. Ég er ánægður með þessa viku sem við fáum og vona að hún nýtist vel,“ sagði Ómar í samtali við Guðjón Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í Safamýrinni. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í tveimur leikjum um sæti á HM um miðjan apríl. Talsverðar væntingar eru gerðar til íslenska liðsins eftir góða frammistöðu á EM og Ómar tekur meiri kröfum fagnandi. „Það er bara flott. Við viljum fá pressu, það er gott, og þýðir að við getum eitthvað. Við þurfum að klára þá leiki og það er stefnan,“ sagði Ómar. Klippa: Viðtal við Ómar Inga Selfyssingurinn hefur verið einn allra besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Lið hans, Magdeburg, er með gott forskot á toppi deildarinnar. „Það eru alls konar smáatriði sem maður þarf að huga að til að vera góður í handbolta. Ég reyni bara að spila minn besta leik alltaf þegar ég kem inn á völlinn. Það er markmiðið í hverjum leik, að gefa sig allan í þetta og vera á fullu allan tímann,“ sagði Ómar. Hann lætur velgengnina ekki stíga sér til höfuðs og er með báða fætur kyrfilega á jörðinni, jafnvel þótt talað sé um hann sem besta leikmann þýsku deildarinnar. „Maður þarf að halda. Markmiðið er að vera talinn einn af þeim betri og þá er ánægður. Ég set líka þrýsting á mig að vera frábær,“ sagði Ómar að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01 „Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Búinn að sjá medalíu með landsliðinu fyrir sér í mörg ár Bjarki Már Elísson er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar. Hann er ánægður með hvernig honum hefur vegnað að undanförnu og hlakkar til að fara til ungverska stórliðsins Veszprém. Bjarki ætlar að vinna til verðlauna með íslenska landsliðinu. 16. mars 2022 09:01
„Viðræður eru í gangi og ég á von á því að niðurstöðu sé að vænta“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að viðræður við HSÍ um nýjan samning standi enn yfir en niðurstöðu þeirra sé að vænta. 15. mars 2022 15:00