Erfið staða hjá Elkem eftir skerðingu Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 11:24 Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem Forstjóri Elkem á Íslandi segir stöðuna erfiða fyrir alla notendur rafmagns á Íslandi. Slökkt hefur verið á einum af þremur ofnum kísilmálmverksmiðjunnar vegna skerðingar Landsvirkjunar á orku til fyrirtækisins. Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður. Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Það er ekki nægt vatn í lónum á hálendi Íslands og af því leiðir að virkjanir afkasta ekki eins mikilli orku og ákjósanlegt væri. Því þarf Landsvirkjun að skammta orku til notenda og þar sæta þeir fyrstir skerðingum sem hafa samið um þann möguleika. Elkem, sem rekur kísilmálmverksmiðjuna á Grundartanga, er með ákvæði í sínum samning sem gefa Landsvirkjun heimild til að kaupa í raun til baka þá orku sem þegar hefur verið afhend. Þeim mun minni orku hefur Elkem til umráða. „Við náttúrulega erum með lokað orkukerfi á Íslandi. Á meðan það er þannig og við erum að reiða okkur aðallega á vatnsafl, verður þetta svona á einhverra ára fresti. Þannig að það er bara mikilvægt að vita það,“ segir Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi. Í kísilmálmverksmiðjunni eru alla jafna þrír svonefndir ljósbogaofnar í notkun. Nú hefur verið slökkt á einum þeirra. „Þegar staðan er svona er það auðvitað erfitt fyrir alla notendur og framleiðendur rafmagns. Þannig að þetta er erfið staða og fólk þarf að vinna saman við að leysa úr þessu. Við erum með einn ofn úti og erum í raun bara að reyna að nota tímann í viðhald eins og við getum. Svo leggjum við bara upp með að reyna að þjálfa fólk vel á meðan á þessu stendur,“ segir Álfheiður. Yfirstandandi vatnsár er eitt það erfiðasta í sögu Landsvirkjunar, segir á vef fyrirtækisins. Staða miðlunarlóna enn lægri en spáð var í janúarlok og ljóst er að miðað við stöðuna nú munu skerðingar standa út apríl. „Ég reyni nú að vera bjartsýn og vona að snjólögin sem eru búin að safnast fyrir núna geri næsta ár betra. Það þarf bara að taka þessu af yfirvegun og reyna að gera sitt besta úr aðstæðum. Það finnst þetta engum gaman,“ segir Álfheiður.
Orkumál Stóriðja Hvalfjarðarsveit Landsvirkjun Tengdar fréttir Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Slökkva á stærsta ljósbogaofni Elkem á Grundartanga vegna skerðingar Slökkt hefur verið á einum ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðjunni á Grundartanga, þeim stærsta af þremur slíkum ofnum í verksmiðjunni. 15. mars 2022 07:30