Gjaldmiðlar kynjanna Alexandra Ýr van Erven skrifar 15. mars 2022 11:01 Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Jafnréttismál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar