Hvað verður um fósturbörnin? Guðlaugur Kristmundsson, Birna Þórarinsdóttir, Ragnar Schram og Erna Reynisdóttir skrifa 14. mars 2022 13:32 Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Réttindi barna Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Um 400 börn hér á landi eru í fóstri. Það þýðir að barnaverndaryfirvöld hafa komið þeim fyrir hjá fósturforeldrum, ýmist til skemmri eða lengri tíma. Ástæður þess að barni er komið í fóstur eru misjafnar en öll fósturbörn eiga það þó sameiginlegt að hafa orðið fyrir áfalli og þurfa á stuðningi að halda. Barnasáttmálinn kveður á um skyldu stjórnvalda til þess að sjá barni fyrir annarri umönnun og að tillit sé tekið til stöðugleika í uppeldi barns og til þjóðlegs, trúarlegs og menningarlegs uppruna þess og tungumáls. Íslensk stjórnvöld eiga jafnframt að framkvæma athugun á afdrifum fósturbarna og hvernig þeim reiðir af í samfélaginu. Slík athugun er nauðsynleg til að meta hvort réttindi fósturbarna séu virt og gera nauðsynlegar umbætur sé þess þörf. Nú hefur Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna ítrekað bent íslenskum stjórnvöldum á að slík athugun hafi ekki verið framkvæmd og gert við það alvarlegar athugasemdir. Í lokatilmælum Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda frá 2011 segir: Nefndin mælist til þess að aðildarríkið rannsaki aðlögun og árangurshlutfall barna eftir að þau fara úr umsjá annarra en fjölskyldu sinnar, sem ætti einnig að leiða af sér tilmæli um þær ráðstafanir sem gera þarf til að tryggja fulla aðlögun þeirra. Áratug síðar endurtekur Barnaréttarnefndin tilmælin og segir: Einnig er óskað eftir upplýsingum um kannanir á afdrifum og líðan barna eftir vistun utan heimilis sem barnaréttarnefndin gaf íslenska ríkinu tilmæli um árið 2011. Enn hefur umrædd athugun á afdrifum fósturbarna ekki verið gerð og við vitum hreinlega ekki hvernig börnunum reiðir af. Við, undirrituð, viljum minna stjórnvöld á tilmæli Barnaréttarnefndarinnar og mikilvægi slíkrar afdrifakönnunar. Börn sem sett eru í fóstur eru með viðkvæmustu hópum barna á Íslandi og það er ekki rétt að láta kerfið sem styður við þau vera óskoðað um áratuga skeið. Það er ekki eftir neinu að bíða. Guðlaugur Kristmundsson, formaður Félags fósturforeldra Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, Save the children á Íslandi
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar