Talsmaður mannréttindabrota Hjálmtýr Heiðdal skrifar 14. mars 2022 13:00 Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Finnur Thorlacius Eiríksson hefur tekið að sér að gerast helsti talsmaður síonismans og Ísraels á Íslandi. Hann fer fyrir samtökum sem nefnast Með Ísrael fyrir friði og er mjög iðinn við greinaskrif um málefni Ísraels. Finnur er dálítið skondinn greinarhöfundur þar sem hann reynir að gefa skrifum sínum virðulegan blæ og vitnar ótt og títt í greinar sem hafa birst áður um málin sem eru honum hugfanginn. Í nýjustu grein sinni vísar hann til sex greina sem eiga að sýna hversu vandlega greinar hans eru studdar tilvísunum. En glansinn á fræðimennskunni hjá Finni minnkar ögn þegar það kemur í ljós að af sex tilvísunum eru fimm tilvísanir í hans eigin skrif. Hann er þannig búinn að koma sér upp hringrás sem gerir honum lífið léttara við að verja glæpsamlegt framferði Ísraelshers. Nýjasta grein Finns (Vísir 14. 3. 22) byggir á mislestri hans á bréfi sem Félagið Ísland - Palestína sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra RÚV. Bréfið til útvarpsstjóra fjallar um mismunandi afstöðu RÚV gagnvart mannréttindabrotum Pútíns og Ísraelsstjórnar. Í bréfinu eru lagðar fram nokkrar spurningar í þeim tilgangi að fá svör við því hversu lengi RÚV umber voðaverk og mannréttindabrot Ísraels en bregst snarlega við voðaverkum Rússlands í Úkraínu. Finnur viðurkennir ekki að einhverjir hnökrar séu á framferði Ísraelsríkis og tekur afstöðu Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtakanna Amnesty International, Human Rights Watch og B'Tselem ekki alvarlega. Í augum Finns bera Palestínumenn ábyrgð á átökunum við síonistana, þeir vilja ekki lúta herstjórn og krefjast mannréttinda sem Finnur telur sjálfsögð þegar hann sjálfur á í hlut. Það er höfuðsök hjá samtökunum Með friði fyrir Ísrael að krefjast mannréttinda. Finnur telur sig hafa fundið snöggan blett hjá Palestínuvinum þegar „formaður Félagsins Íslands-Palestínu ákvað nýlega að færa athyglina frá Úkraínu og að sínu helsta hugðarefni“ og „má spyrja hvort það sé ekki frekar óviðeigandi að hann notfæri sér neyð Úkraínumanna sem stökkpall út í algjörlega óskylt málefnifyrir sín sjónarmið.“ Tilgangur bréfsins til útvarpsstjóra er eins og fyrr segir að fá skýringar hjá RÚV vegna mismunandi afstöðu til mannréttindabrota Ísraels og Rússlands. Málefnið er eitt og hið sama, mannréttindi eiga að gilda gagnvart öllum, en ekki bara sumum - jafnvel þótt Finni finnist það óviðeigandi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar