„Búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2022 19:37 Arnór Snær Óskarsson með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vera bestur á úrslitahelgi Coca Cola bikarsins. vísir/hulda margrét Arnór Snær Óskarsson var valinn besti leikmaður bikarúrslitahelgarinnar þar sem Valur stóð uppi sem sigurvegari. Hann skoraði þrettán mörk þegar Valur vann stórsigur á FH, 27-37, í undanúrslitunum og fylgdi því eftir með fimm mörkum í úrslitaleiknum þar sem Valsmenn unnu KA-menn, 36-32. „Tilfinningin er geggjuð. Þetta var þvílíkur leikur. Við byrjuðum illa en komum sterkir til baka. Vörnin small og við fórum að keyra á þá. Þetta var geggjaður leikur. KA-menn voru frábærir,“ sagði Arnór við Vísi eftir leik. Valsmenn voru ekki sjálfum sér líkir í vörninni í fyrri hálfleik þar sem þeir fengu á sig sautján mörk en hún lagaðist aðeins í þeim seinni. „Við vorum út um allt, misstum menn framhjá okkur og vorum of staðir. Þetta var bara lélegt. En við þéttum þetta og það var lykilinn að þessu,“ sagði Arnór. Valsmenn keyrðu grimmt á KA-menn og uppskáru fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. „Við erum með Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] sem er frábær að kasta fram og Einar Þorstein [Ólafsson] sem keyrir eins og brjálæðingur. Við viljum keyra, keyra og keyra og þreyta hin liðin,“ sagði Arnór sem hefur spilað einstaklega vel að undanförnu. „Ég er búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila. Liðið var frábært í dag og það var flott að fá þennan titil.“ Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Hann skoraði þrettán mörk þegar Valur vann stórsigur á FH, 27-37, í undanúrslitunum og fylgdi því eftir með fimm mörkum í úrslitaleiknum þar sem Valsmenn unnu KA-menn, 36-32. „Tilfinningin er geggjuð. Þetta var þvílíkur leikur. Við byrjuðum illa en komum sterkir til baka. Vörnin small og við fórum að keyra á þá. Þetta var geggjaður leikur. KA-menn voru frábærir,“ sagði Arnór við Vísi eftir leik. Valsmenn voru ekki sjálfum sér líkir í vörninni í fyrri hálfleik þar sem þeir fengu á sig sautján mörk en hún lagaðist aðeins í þeim seinni. „Við vorum út um allt, misstum menn framhjá okkur og vorum of staðir. Þetta var bara lélegt. En við þéttum þetta og það var lykilinn að þessu,“ sagði Arnór. Valsmenn keyrðu grimmt á KA-menn og uppskáru fjölda marka eftir hraðaupphlaup og hraða miðju. „Við erum með Bjögga [Björgvin Pál Gústavsson] sem er frábær að kasta fram og Einar Þorstein [Ólafsson] sem keyrir eins og brjálæðingur. Við viljum keyra, keyra og keyra og þreyta hin liðin,“ sagði Arnór sem hefur spilað einstaklega vel að undanförnu. „Ég er búinn að bíða eftir tækifærinu og nýt þess að spila. Liðið var frábært í dag og það var flott að fá þennan titil.“
Olís-deild karla Valur Tengdar fréttir Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47 „Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Fleiri fréttir Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sjá meira
Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. 12. mars 2022 18:47
„Vinna og vinna aftur, það er markmiðið þegar þú ert í Val“ Þrátt fyrir að vera svo til nýbyrjaður í meistaraflokki vann Einar Þorsteinn Ólafsson sinn þriðja stóra titil með Val þegar liðið bar sigurorð af KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikars karla í dag. 12. mars 2022 18:35