Engar lóðir í Hafnarfirði? Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 12. mars 2022 10:31 Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og alþingismaður, fullyrti í umræðum á Alþingi, að engar nýjar byggingalóðir væru til í Hafnarfirði. Þetta er uppskera Framsóknarflokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn við stjórn bæjarins í lok kjörtímabils. Hafnarfjörður hefur engar nýjar byggingalóðir að bjóða. Þetta er þó í algjörri andstöðu við málflutning meirihlutans síðustu misseri, að bjart sé framundan í Hafnarfirði í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, nóg af lóðum. Nú kveður skyndilega við allt annan tón. Útlitið hjá meirihlutanum er hætt að vera bjart. Það er orðið kolsvart. Engar nýjar lóðir til í Hafnarfirði samkvæmt yfirlýsingu bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. Staðan í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði er alvarleg, en íbúum fækkaði á kjörtímabilinu í fyrsta skiptið í 80 ár og er íbúaþróunin langt undir áætlunum. Þetta gerist í góðæri og meðan íbúum í nágrannasveitarfélögunum fjölgar hratt. Einnig sýnir húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar að aðeins er gert ráð fyrir um 150 nýjum íbúðum á árinu sem mætir engan veginn uppsafnaðri þörf eftir húsnæði. Að fullyrða nú að engar nýjar lóðir séu í boði tveimur mánuðum fyrir kosningar opinberar uppgjöf og ráðleysi meirihluta Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks, algjöran skort á framtíðarsýn og táknrænt um þreytuna sem hefur ríkt við stjórn bæjarins á kjörtímabilinu. Og bitnar á fólkinu og annarri uppbyggingu í bænum. Svo rýkur íbúðaverð upp, verðbólgan eykst og vextir hækka og það verður æ erfiðara fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur að fjárfesta í húsnæði. Þegar við jafnaðarmenn tökum við stjórn bæjarins, þá munum við setja allt í gang og tryggja að svo verði hjá verktökum varðandi lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða, t.d. í Vatnshlíð, á Slippsvæði og við Óseyrarbraut, Hraun-vestur og víðar. Það þarf að byggja upp, tími endalausra vangaveltna og áforma er liðinn; nú er komið að því að sjá verkin tala. Jafnaðarmenn við stjórn bæjarins eftir kosningarnar í vor munu tryggja að svo verði. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun