Vinnum að friði! Guttormur Þorsteinsson og Stefán Pálsson skrifa 9. mars 2022 07:31 Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Guttormur Þorsteinsson Stefán Pálsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings. Forystumenn hernaðarveldanna virtust úr takti við almenning og sumir taldir vart með öllum mjalla. Þau sem lifðu þessa tíma muna sífellda kjarnorkuógnina sem gat minnt á sig við sakleysislegustu aðstæður. En þessi ár voru líka tími öflugrar friðarhreyfingar. Út um allt voru starfandi litlir hópar sem hvöttu til afvopnunar og töluðu máli friðsamlegra lausna á deilumálum heimsins. Ýmsar stéttir stofnuðu sín eigin friðarsamtök. Má þar nefna listamenn, heilbrigðisstéttir og menntastéttir. Innan verkalýðshreyfingarinnar mátti finna öfluga friðarhópa og sama gildir um kirkjudeildir og trúfélög. Við lok kalda stríðsins dró skiljanlega úr kraftinum í þessari baráttu. Önnur brýn mál kölluðu á orku og starfsþrek hugsjónafólks. Óþarft er að fjölyrða um þá stöðu sem nú blasir við okkur á alþjóðavettvangi. Blóðugt stríð fer nú fram í Evrópu og nægir eru til þess að hella olíu á eldinn. Hernaðarsinnar ganga á lagið og kalla eftir meiri útgjöldum til vígvæðingar, fleiri vopnum og stærri. Við þær aðstæður eru mikilvægara en nokkru sinni fyrr að raddir friðarsinna heyrist hátt og snjallt. Við hvetjum frjáls félagasamtök, fagfélög, trúfélög og verkalýðshreyfingu til að blása lífi í gamlar hugsjónir um frið og afvopnun og koma á nýjan leik upp friðarhópum sem geta lagt skynsamlegt og gott til í heimi sem virðist einbeittur í að tortíma sér. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðingaStefán Pálsson, ritari Samtaka hernaðarandstæðinga
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar