Hver er að tala um heiðarleika? Guðmundur Ragnarsson skrifar 8. mars 2022 15:01 Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun