Hver er að tala um heiðarleika? Guðmundur Ragnarsson skrifar 8. mars 2022 15:01 Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar