Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. mars 2022 23:28 Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. Söguskýringar sagnfræðingsins eru býsna einhliða, en það er svo sem ekki nýtt af nálinni að sá ágæti maður feti veg hinnar fullkomnu frjálshyggju. Í grein þessari gerir hann frumvarp mitt um breyttan opnunartíma Vínbúðarinnar að umtalsefni. Það ber að þakka, enda er frumvarpið til bóta og til þess fallið að auka þjónustu við neytendur, sem reynist eitt af helstu hugarefnum hans. Það sem hann skautar hins vegar fimlega fram hjá er akkúrat sú staðreynd að markmið frumvarpsins er að auka þjónustu í fyrirkomulagi þar sem eftirlit með aldri er viðhaft og lýðheilsusjónarmið ráða för. Vínbúðin sýnir þá samfélagslegu ábyrgð sem henni ber og tekur þátt í mikilvægu forvarnarstarfi. Það er vel hægt að auka þjónustu til neytenda til að mynda með því að opna Vínbúðina á sunnudögum án þess að gefa áfengisverslun frjálsa. Stýrt aðgengi Á Íslandi höfum við rekið ríkissútsölu á áfengi líkt og í Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum meðan frjálsara er um söluna í Danmörku. Það er ekki af ástæðulausu sem við viljum halda sölunni í stýrðu umhverfi, sérstaklega þegar við horfum til lýðheilsusjónarmiða. Reynslan hefur sýnt okkur að það reynist vel, ekki eingöngu hér á landi heldur einnig í Svíþjóð en árið 2018 var fýsileiki þess að gera áfengissölu frjálsa skoðaður og niðurstaðan reyndist sú að gallarnir voru fleiri en kostirnir. Það er það sem við viljum - hafa aðgengi og geta verslað áfengi í öruggu umhverfi sem núverandi fyrirkomulagi hefur upp á að bjóða. Með því að rýmka opnunartíma erum við að auka þjónustu verslana Vínbúðarinnar og aðlögum okkur að breyttum tíðaranda og verslunarhegðun en á sama erum við að koma til móts við frjálslyndari sjónarmið án þess að galopna allt upp á gátt og gefa sölu áfengis frjálsa með ófyrirséðum afleiðingum. Fyrrum dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp haustið 2020 sem m.a. kvað á um undanþágu frá einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi í smásölu til neytenda og heimilaði netverslun á áfengi í smásölu. Það frumvarp var ekki samþykkt af ríkisstjórn og var því lagt fram að nýju að framangreindu ákvæði frátöldu. Augljóst er að ekki er pólitískur vilji til að stíga það skref til fulls og því er hér komin málamiðlun sem flestir ættu að geta fellt sig við. Slá hugmyndir um vín í matvöruverslanir út af borðinu Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá fólki hvert markmiðið er með frumvarpi mínu. Það er lagt fram sem tilraun til sáttar milli öfgapóla svo við þurfum ekki ítrekað að takast á um sömu sjónarmiðin, en hér er komið fram nýtt sjónarmið sem flestir ættu að geta fellt sig við. Verði frumvarpið að lögum þurfum við ekki að fylgjast með boðberum hinnar fullkomnu frjálshyggju brotlenda enn og aftur með áform sín um vín í matvöruverslanir því enn er ljóst að ekki er sátt um þá nálgun. Þá verður að huga að lýðheilsusjónarmiðum þegar við tökum þessa umræðu og aukið aðgengi og minna eftirlit er líklegra til að auka neyslu áfengis. Það má einnig færa sterk rök fyrir því að betri bragur er á að hafa þetta í sérverslun þar sem fólk þarf að gera sér ferð í búð til að versla sér áfengi þó það væri ekki nema bara til að nefna af tillitssemi við fólk sem á við áfengisvanda að stríða og er í baráttu við þann sjúkdóm og freistingar í matvöruverslun algjörlega óþarfi. Á Norðurlöndunum er álitið að hömlur á sölu áfengra drykkja séu áhrifarík aðferð til að draga úr þeim skaða sem hlýst af áfengisneyslu og áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Slíkt gerum við með ábyrgum hætti í gegnum núverandi fyrirkomulag og mikilvægt að við séum með öflugar forvarnir og lýðheilsufræðslu. Þar að auki höldum við uppi heilbrigðri endurnýjun og styðjum við lítil brugghús hér á landi með því að hafa þetta í höndum ríkisins, sem ber að tryggja heilbrigða samkeppni allra sem kjósa að koma vörum sínum á markað hér á landi. Þannig tryggjum við íslenska framleiðslu og okkur í Framsókn leiðist það ekki. Vöðum ekki í villu og svima hinnar „fullkomnu frjálshyggju“. Aukum þjónustu undir tryggu eftirliti, sameinumst um þessa raunhæfu og skynsömu lausn sem mætir ólíkum hagsmunum. Höfundur er þingmaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Alþingi Framsóknarflokkurinn Áfengi og tóbak Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. Söguskýringar sagnfræðingsins eru býsna einhliða, en það er svo sem ekki nýtt af nálinni að sá ágæti maður feti veg hinnar fullkomnu frjálshyggju. Í grein þessari gerir hann frumvarp mitt um breyttan opnunartíma Vínbúðarinnar að umtalsefni. Það ber að þakka, enda er frumvarpið til bóta og til þess fallið að auka þjónustu við neytendur, sem reynist eitt af helstu hugarefnum hans. Það sem hann skautar hins vegar fimlega fram hjá er akkúrat sú staðreynd að markmið frumvarpsins er að auka þjónustu í fyrirkomulagi þar sem eftirlit með aldri er viðhaft og lýðheilsusjónarmið ráða för. Vínbúðin sýnir þá samfélagslegu ábyrgð sem henni ber og tekur þátt í mikilvægu forvarnarstarfi. Það er vel hægt að auka þjónustu til neytenda til að mynda með því að opna Vínbúðina á sunnudögum án þess að gefa áfengisverslun frjálsa. Stýrt aðgengi Á Íslandi höfum við rekið ríkissútsölu á áfengi líkt og í Svíþjóð, Finnlandi og fleiri löndum meðan frjálsara er um söluna í Danmörku. Það er ekki af ástæðulausu sem við viljum halda sölunni í stýrðu umhverfi, sérstaklega þegar við horfum til lýðheilsusjónarmiða. Reynslan hefur sýnt okkur að það reynist vel, ekki eingöngu hér á landi heldur einnig í Svíþjóð en árið 2018 var fýsileiki þess að gera áfengissölu frjálsa skoðaður og niðurstaðan reyndist sú að gallarnir voru fleiri en kostirnir. Það er það sem við viljum - hafa aðgengi og geta verslað áfengi í öruggu umhverfi sem núverandi fyrirkomulagi hefur upp á að bjóða. Með því að rýmka opnunartíma erum við að auka þjónustu verslana Vínbúðarinnar og aðlögum okkur að breyttum tíðaranda og verslunarhegðun en á sama erum við að koma til móts við frjálslyndari sjónarmið án þess að galopna allt upp á gátt og gefa sölu áfengis frjálsa með ófyrirséðum afleiðingum. Fyrrum dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp haustið 2020 sem m.a. kvað á um undanþágu frá einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á áfengi í smásölu til neytenda og heimilaði netverslun á áfengi í smásölu. Það frumvarp var ekki samþykkt af ríkisstjórn og var því lagt fram að nýju að framangreindu ákvæði frátöldu. Augljóst er að ekki er pólitískur vilji til að stíga það skref til fulls og því er hér komin málamiðlun sem flestir ættu að geta fellt sig við. Slá hugmyndir um vín í matvöruverslanir út af borðinu Það virðist gæta einhvers misskilnings hjá fólki hvert markmiðið er með frumvarpi mínu. Það er lagt fram sem tilraun til sáttar milli öfgapóla svo við þurfum ekki ítrekað að takast á um sömu sjónarmiðin, en hér er komið fram nýtt sjónarmið sem flestir ættu að geta fellt sig við. Verði frumvarpið að lögum þurfum við ekki að fylgjast með boðberum hinnar fullkomnu frjálshyggju brotlenda enn og aftur með áform sín um vín í matvöruverslanir því enn er ljóst að ekki er sátt um þá nálgun. Þá verður að huga að lýðheilsusjónarmiðum þegar við tökum þessa umræðu og aukið aðgengi og minna eftirlit er líklegra til að auka neyslu áfengis. Það má einnig færa sterk rök fyrir því að betri bragur er á að hafa þetta í sérverslun þar sem fólk þarf að gera sér ferð í búð til að versla sér áfengi þó það væri ekki nema bara til að nefna af tillitssemi við fólk sem á við áfengisvanda að stríða og er í baráttu við þann sjúkdóm og freistingar í matvöruverslun algjörlega óþarfi. Á Norðurlöndunum er álitið að hömlur á sölu áfengra drykkja séu áhrifarík aðferð til að draga úr þeim skaða sem hlýst af áfengisneyslu og áfengi er ekki eins og hver önnur vara. Slíkt gerum við með ábyrgum hætti í gegnum núverandi fyrirkomulag og mikilvægt að við séum með öflugar forvarnir og lýðheilsufræðslu. Þar að auki höldum við uppi heilbrigðri endurnýjun og styðjum við lítil brugghús hér á landi með því að hafa þetta í höndum ríkisins, sem ber að tryggja heilbrigða samkeppni allra sem kjósa að koma vörum sínum á markað hér á landi. Þannig tryggjum við íslenska framleiðslu og okkur í Framsókn leiðist það ekki. Vöðum ekki í villu og svima hinnar „fullkomnu frjálshyggju“. Aukum þjónustu undir tryggu eftirliti, sameinumst um þessa raunhæfu og skynsömu lausn sem mætir ólíkum hagsmunum. Höfundur er þingmaður Framsóknar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun