Garðabær í fremstu röð Björg Fenger skrifar 3. mars 2022 11:00 Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Björg Fenger Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við hjónin völdum að flytja í Garðabæ með litlu strákana okkar tvo, horfðum við til þess að í Garðabæ hafði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem lögð var áhersla á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, góða skóla og traustan fjárhag. Frá því að ég varð bæjarfulltrúi hef ég haft þetta að leiðarljósi og unnið markvisst að því að byggja hér áfram upp samfélag sem er fjölskylduvænt og eftirsóknarvert fyrir einstaklinga á öllum aldri. Fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf Í Garðabæ hafa verið byggðar upp framúrskarandi aðstæður til að stunda fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf en nýjasta dæmið um slíka uppbyggingu er Miðgarður, fjölnota íþróttahús Garðabæjar. Jafnframt hefur bæjarfélagið gert fjölmarga samstarfssamninga við frjálsu félögin í bænum sem sjá um að halda úti blómlegu íþrótta- og tómstundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þetta skiptir miklu máli því rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er ein besta forvörn sem hægt er að bjóða upp á. Ég tel að gott og öflugt samstarf bæjarins og íþrótta- og tómstundafélaganna sé mikilvægt og styðji enn frekar við líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarverður. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna námsumhverfi við sitt hæfi. Í skólunum er haft að leiðarljósi að nemendur fái verkefni við sitt hæfi og reynt að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda enda þetta tvennt nátengt. Við þurfum að huga enn frekar að starfsumhverfi skólanna sem þarf að vera í sífelldri þróun þannig að leik- og grunnskólar bæjarins séu eftirsóknarverðir vinnustaðir, enda starfsfólk skólanna lykilinn að öflugu og góðu skólastarfi. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu og öfluga innviði fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum. Ég legg áherslu á að rekstur Garðabæjar sé áfram traustur, skuldsetning hófleg og álögur lágar. Framtíðin er björt Þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár má ekki láta staðar numið. Í ört vaxandi bæjarfélagi eru mörg mikilvæg verkefni framundan sem meðal annars snúa að skipulagi nýrra hverfa og uppbyggingu innviða til að geta boðið íbúum upp á framúrskarandi þjónustu. Ég hef áhuga á að halda áfram að leggja mitt af mörkum til að vinna að því að Garðabær haldi stöðu sinni sem eftirsóknarvert bæjarfélag þar sem fjölskyldur sækjast eftir að ala upp börnin sín og þar sem eldra fólk vill njóta efri áranna. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun