Er læsi lykill að menntun? Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Íslensk fræði Íslenska á tækniöld Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Læsi er ekki eingöngu grundvöllur menntunar heldur einnig lýðræðis og félagslegs réttlætis. Læsi má skilja víðum skilningi, s.s. textalæsi, miðlalæsi og tilfinningalæsi. Rannsóknir sýna að kunnátta og færni til að skilja prentaðan texta og tjá sig í rituðu máli skipti miklu og stuðli að farsælli skólagöngu og samfélagsþátttöku. Þó sum börn læri hratt og, að því er virðist áreynslulaust, að lesa og breyta þannig táknum á blaði yfir í hljóð og hugtök, þá er um að ræða margþætt vitrænt og félagslegt ferli sem getur reynst örðugt. Því skiptir miklu að leita sífellt leiða til að öll börn fái stuðning við hæfi, að öllum sé tryggt aðgengi að tungumáli og fjölbreyttum texta samfélags til þess að taka virkan þátt og hafa áhrif á umhverfi sitt. Staðan á Íslandi Alþjóðlegar samanburðarrannsóknir sýna að staða íslenskra ungmenna þegar kemur að læsi hefur farið hnignandi frá árinu 2000. Gögn sýna að félags- og menningarbakgrunnur hefur veruleg áhrif á gengi nemenda, s.s. menntun og stuðningur foreldra, uppruni og efnahagsleg staða. Drengir standa hallari fæti en stúlkur en PISA niðurstöður 2018 sýndu að 19% stúlkna og 34% drengja teljast ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi, en hér skiptir máli að hafa í huga að könnunin felst í því að leggja mat á hæfni nemenda til að skilja, túlka texta og greina aðalatriði frá aukaatriðum. Ísland á meðal þeirra landa þar sem meiri munur er á stöðu nemenda af erlendum uppruna og jafnöldrum þeirra þegar kemur að læsi. Nemendum af erlendu bergi hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótum, frá um 3% yfir í 15% allra nemenda hér á landi. Kennarar kalla eftir víðtækari skólaþjónustu og sértækum námsgögnum til að geta stutt nægilega við þennan hóp nemenda. Samstarf um að kveikja neistann Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu saman árið 2021 Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar sem hefur aðsetur við Menntavísindasvið. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Háskóla Íslands og við NTNU háskóla í Noregi, leiðir rannsóknir á vegum setursins ásamt teymi innlendra og erlendra fræðimanna. Starfsemi setursins mun einkum beinast að grunnfærni í læsi og lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Fyrsta verkefnið á vegum setursins ber heitið Kveikjum neistann og er unnið í samstarfi við skólasamfélagið í Vestmannaeyjum. Markmið verkefnisins er að kveikja neistann, að hver nemandi tendri áhugann og nái sínum markmiðum með markvissri þjálfun. Í því skyni er lögð áhersla á hreyfingu, ástríðu og samveru og skipulag skóladagsins tekið til endurskoðunar. Sprotar og kveikjur um allt land Styrkleikar íslensks menntakerfis er miklir en sótt er að íslenskunni úr öllum áttum. Nýleg rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum sýndi að verulega þarf að efla skólasöfn og endurnýja þurfi námsgögn til íslenskukennslu. Rannsóknir sýna að mikilvægt er að nota fjölbreytta kennsluhætti sem kveiki áhuga barna og ungmenna á bókalestri og virki nemendur til þátttöku. Víða um land má finna spennandi og áhugaverð þróunarverkefni sem þarf að lyfta upp og draga lærdóm af og í því skyni er brýnt að efla samtal fræðasamfélagsins og fagvettvangs um nýsköpun á sviði menntunar. Læsisráðstefna fimmtudaginn 3. mars Menntavísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um læsi fimmtudaginn 3. mars kl. 15.00 þar sem sjónum verður beint að læsi og lestrarkennslu. Á ráðstefnunni fjalla Dr. Snowling og Dr. Nation, helstu læsissérfræðingar á heimsvísu, um hvernig við verðum læs og þann galdur sem felst í að öðlast hæfni til að túlka, skilja og greina margvíslegan texta. Læsi opnar dyr að merkingu, þroska og þátttöku í samfélaginu. Öll eru velkomin á ráðstefnuna í Stakkahlíð í dag kl. 15. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun