Þar sem hjartað slær – íþróttastarf í Garðabæ Stella Stefánsdóttir skrifar 2. mars 2022 14:00 Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Stefánsdóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Íþróttir barna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að skipulagt íþróttastarf í Garðabæ sé mikilvæg stoð í samfélaginu og hlutverk íþróttastarfs sé í raun mikið stærra en að veita „bara“ íþróttalegt uppeldi. Íþróttir hafa mikið forvarnargildi, auka samkennd og samheldni íbúa og hafa oftast jákvæð áhrif á bæjarbrag. En oft og tíðum hefur sál og hjarta samfélagsins í Garðabæ einmitt slegið í takt við gengi Stjörnunnar eða annarra íþróttafélaga. Byggjum upp sterka einstaklinga Bærinn á áfram að hlúa vel að afreksíþróttafólki. Halda áfram að styðja við bakið á því í víðum skilningi með það að markmiði að byggja upp sterka eintaklinga með heilbrigða sjálfsmynd til framtíðar. Bærinn á að leggja metnað í að bjóða iðkendum framúrskarandi aðstöðu til æfinga og keppni árið um kring. Fjölbreytt íþrótta- og frístundastarf Það hentar hins vegar ekki öllum að stefna á íþróttaiðkun á afreksstigi. Fjöldi barna, ungmenna, og í raun fólks á öllum aldri stundar allskyns íþróttir og heilsurækt af öðrum ástæðum eins og t.d. til að efla hreysti eða út af góðum félagsskap. Styrkja þarf áframhaldandi samstarf Garðabæjar við frjáls félög sem vinna að skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi í Garðabæ. Þátttaka fólks í íþróttum, frístundastarfi og hreyfingu hefur forvarnargildi óháð aldri. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að efla virkni fólks á öllum aldursskeiðum, ekki síst þegar árunum fjölgar. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er algengt á aldursbilinu 15 til 18 ára. Leita þarf leiða til að grípa þessi ungmenni og aðra sem finna sig ekki í „hefðbundnu“ starfi í einhverskonar skipulagt íþrótta- eða frístundastarf eða til að stunda heilbrigða hreyfingu. Þess vegna á Garðabær að styðja ríkulega við og tryggja fjölbreytta nálgun á íþrótta- og frístundastarfi fyrir íbúa á öllum aldri. Þá þarf að standa vörð um jafnrétti kynja og fylgja því markvisst eftir þegar stuðningur er veittur. Hlúum að klappstýrunum Á bak við iðkendur eru foreldrar, systkini, börn og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Þessi hópur á bak við iðkendur sem nær í raun langt út fyrir íþróttavöllinn er mikilvægur stuðningur við íþróttastarf og er oft uppspretta viðburða, ferðalaga og góðra vintatengsla. Hlúa þarf að og styðja við öflugt starf sjálfboðaliða og stuðningsmanna íþróttafélaga enda er stuðningur þeirra ómetanlegur fyrir félögin og ákaflega mikilvægur hlekkur í samheldni og samkennd íbúa og bæjarbrag. Hugsum íþróttamannvirki sem samfélagsmiðstöðvar Í Garðabæ hefur verið lagður metnaður í að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Tilkoma Miðgarðs mun stórefla aðstöðu til íþrótta- og frístundastarfs í Garðabæ. Það má segja að öll íþróttamannvirki séu einhverskonar samfélagsmiðstöðvar. Þar hittist fólk og tekur púlsinn á málefnum líðandi stundar. Við þurfum að bæta aðstöðu fólks til félagslegrar samveru í íþróttamannvirkjum bæjarins. Tryggja þarf áfram greiðan aðgang íbúa á öllum aldri að góðri íþrótta- og félagsaðstöðu í nærumhverfinu, sé þess kostur. Það þarf að huga vel að viðhaldi íþróttamannvirkja, leggja kapp á að að yngri börn geti stundað stærri íþróttagreinarnar í nálægð við heimili sitt og að umfang íþróttamannvirkja vaxi í takt við fólksfjölgun. Þá er einnig löngu tímabært að fá spennandi líkamsrækt miðsvæðis í Garðabæ. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar