Er allt í góðu á djamminu? Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 1. mars 2022 16:01 Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Næturlíf Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun