Heilsugæsla, hvað er það og af hverju? Harpa Rós Gísladóttir skrifar 4. mars 2022 09:01 Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Harkaðu af þér! Við höfum öll alist upp við það að þegar við erum veik þá eigum við að harka af okkur og þó að heimsfaraldurinn hafi mögulega kennt okkur mikilvægi þess að það er ekki alltaf gáfulegt að bíta á jaxlinn er það samt svo að innviðirnir okkar gera hreinlega ráð fyrir slíku. Það er ljóst að ríkið hefur aukið framlög sín til málaflokksins umtalsvert en í raun og veru er nánast allt það fé sett til að bregðast við vanda sem nú þegar er til staðar. Ég hef sjálf upplifað það sem fjögurra barna móðir og sem aðstandandi eldri borgara hversu flókin þjónustan er og hversu fjarlæg hún getur verið í raun og veru, í stað þess að bregðast við vandanum með því að setja aukinn þunga í að koma í veg fyrir að vandinn verði stærri en þörf er á. Heilsugæsla framtíðarinnar Nú veit ég að heilsugæslan vinnur eftir nýlegum vinnurelgum á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga sem mun vonandi bæta kerfið til muna. Hins vegar er mikilvægt fyrir Garðabæ og íbúa sveitarfélagsins að stigin séu föst skref til að koma málefnum heilsugæslunnar til betri vegar. Mín skoðun er sú að við þurfum að stíga stærri skref og huga að því hvernig heilsugæsla framtíðarinnar þarf að líta út því. Með bættri tækni og hærri lífaldri ásamt lífstílstengdum sjúkdómum er því ljóst að heilsugæsla dagsins í dag nær í raun og veru ekki að sinna verkefnum sínum og á engan möguleika til framtíðar. Ég tel að Garðabær geti stigið skref til að bæta þetta og eigi í raun og veru að taka að sér að leiða mögulegar nýjar leiðir í þessum málaflokki því ljóst er það þarf að eiga sér samtal um hvernig við sjáum hlutverk heilsugæslunnar þróast. Bætt þjónusta við eldri borgara og mæðravernd Í stækkandi bæjarfélagi er löngu ljóst að heilsugælsa Garðabæjar er fyrir löngu sprungin. Ég vil leggja þunga áherslu á að efla hana og stækka svo hægt sé að taka á móti öllum íbúum okkar með litlum biðtíma og auka þannig þjónustustigið. Ég vil einnig að eldri borgarar bæjarins fái ákveðinn forgang og að biðtími eftir vitjun hjá lækni sé ekki lengri en 7 dagar. Sama má segja um mæðraverndina því ef markmið bæjarins er að laða til okkar fleiri barnafjölskyldur verðum við að vera með öfluga mæðravernd sem tekur vel á móti nýjum framtíðaríbúum okkar. Þjónustan þarf að vera jákvæð og öllum heillavænleg í góðu samtali milli ríkis og sveitarfélaga. Heilsugæsla, forvarnir og fræðsla Ég hef talað fyrir bættum forvörnum, betra samtali milli hag- og lykil aðila hvort heldur sem er stofnana, frjálsra félaga, skólakerfisins og sveitarfélaganna sem eru í kjörstöðu til að stíga skrefin sameinuð í sínu nærumhverfi. Fyrirbyggjandi aðgerðir munu koma til með að bæta andlega og líkamlega heilsu okkar og stuðla þannig að bættri heilsu og líðan íbúanna sem hlýtur að vera markmiðið. Sveitarfélögin og þá sérstaklega Garðabær á að skipa sér í flokk þeirra sem vilja taka fast utan um málaflokkinn því það skiptir máli að setja málið á dagskrá og í samanburði við flest - þá er þetta eitt mikilvægasta atriðið í eflingu samfélags. Öflugur fjárhagur lykill að bættri heilsugæslu Garðabær hefur farið vel með fjármál sín sem eru grundvöllur þess að hægt er að horfa til þess að gera meira í heilsutengdum málefnum og þurfa þá aðilar að taka höndum saman og efla forvarnir, styrkja lýðheilsu og íþróttatengd málefni því það mun til framtíðar eiga þátt í að móta heilsugæslu framtíðarinnar. Ef bærinn okkar tæki leiðandi ákvörðun um að setja málið fyllilega á dagskrá fyrir íbúa sína þá er ljóst að áhugi fólks myndi síst minnka á því að byggja upp sitt líf í fjölskyldu- og heilsueflandi bænum Garðabæ. Höfundur býður sig fram í 4.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ þann 5. mars nk.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar