Þörf á kvenmiðaðri neyðaraðstoð í Úkraínu Heimsljós 28. febrúar 2022 13:00 UN WOMEN Því miður sjáum við það alltof oft að þarfir kvenna og stúlkna gleymast í átökum. Ekki nóg með það, heldur eykst kynbundið ofbeldi samhliða því að þjónusta við þolendur skerðist. Það er því gríðarlega mikilvægt að UN Women geti áfram veitt konum og stúlkum þjónustu og kvenmiðaða neyðaraðstoð og tryggja að raddir þeirra heyrist við samningaborðið í öllum friðarviðræðum,“ segir Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women Hún segir að eftirlit og eftirfylgni sé engu síður mikilvægt svo hægt sé að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, einnig þeirra jaðarsettustu. „Einnig viljum við beina tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau beiti sér fyrir því að tala fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið,“ segir hún. Barnshafandi konur og sængurkonur búa að sögn Stellu við aukna ógn við líf sitt og nýfæddra barna sinna. Hún segir konur með fatlanir jafnframt eiga erfiðara með að komast í öruggt skjól og það sama gildi um Róma konur, sem séu meðal þeirra mest jaðarsettu í úkraínsku samfélagi. Þessir hópar eigi á hættu að gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. UN Women á Íslandi deilir áhyggjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um velferð úkraínsku þjóðarinnar í kjölfar innrásar rússneska hersins inn í landið. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og heldur starfinu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. Verkefni UN Women í Úkraínu hafa að miklu leyti snúist að því að efla pólitíska þátttöku kvenna og aðkomu kvenna að friðarviðræðum – en átök hafa staðið í landinu frá 2014, allt síðan rússnesk yfirvöld tóku yfir Krímskaga. Þörfin fyrir verkefni UN Women í Úkraínu hefur því síst minnkað í kjölfar innrásarinnar. UN Women fylgist jafnframt náið með þróun mála í nágrannaríkjum Úkraínu, þangað sem margir hafa flúið í leit að öruggu skjóli. Að sögn Stellu þarf að tryggja að fólki á flótta sé veitt áfallahjálp og neyðaraðstoð við komuna í gistiland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent
Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women Hún segir að eftirlit og eftirfylgni sé engu síður mikilvægt svo hægt sé að tryggja að þörfum allra kvenna sé mætt, einnig þeirra jaðarsettustu. „Einnig viljum við beina tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau beiti sér fyrir því að tala fyrir þörfum og þátttöku kvenna alls staðar þar sem því verður við komið,“ segir hún. Barnshafandi konur og sængurkonur búa að sögn Stellu við aukna ógn við líf sitt og nýfæddra barna sinna. Hún segir konur með fatlanir jafnframt eiga erfiðara með að komast í öruggt skjól og það sama gildi um Róma konur, sem séu meðal þeirra mest jaðarsettu í úkraínsku samfélagi. Þessir hópar eigi á hættu að gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. UN Women á Íslandi deilir áhyggjum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um velferð úkraínsku þjóðarinnar í kjölfar innrásar rússneska hersins inn í landið. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og heldur starfinu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. Verkefni UN Women í Úkraínu hafa að miklu leyti snúist að því að efla pólitíska þátttöku kvenna og aðkomu kvenna að friðarviðræðum – en átök hafa staðið í landinu frá 2014, allt síðan rússnesk yfirvöld tóku yfir Krímskaga. Þörfin fyrir verkefni UN Women í Úkraínu hefur því síst minnkað í kjölfar innrásarinnar. UN Women fylgist jafnframt náið með þróun mála í nágrannaríkjum Úkraínu, þangað sem margir hafa flúið í leit að öruggu skjóli. Að sögn Stellu þarf að tryggja að fólki á flótta sé veitt áfallahjálp og neyðaraðstoð við komuna í gistiland. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Jafnréttismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent