Nýir tímar á skrifstofunni Tómas H. Ragnarz skrifar 28. febrúar 2022 07:01 Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Við höfum í dágóðan tíma vitað að störf okkar myndu taka breytingum. Við höfum ekki alltaf haft nákvæmar upplýsingar um með hvaða hætti hlutirnir breytast – en við vitum að þeir breytast og þess vegna þurfum við að hafa burði til að bregðast við þeim breytingum. Ein af þeim breytingum sem komið hefur til hraðar en nokkurt okkar óraði fyrir er það sem við köllum í daglegu tali störf án staðsetningar. Við höfum séð fyrirtæki hagræða í rekstri með því að minnka við sig í skrifstofuhúsnæði eða íþyngjandi skuldbindingum á húsnæði, en síðustu tvö ár hafa fært okkur enn hraðar inn í framtíðina. Svonefndar hybrid-skrifstofur njóta vaxandi vinsælda, þar sem fólk hefur val um það hvort það sinni starfi sínu í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem það starfar fyrir eða heima við. Þessi þróun hefur verið hröð og nú sjáum við í auknari mæli að fólk þarf ekki endilega að sinna starfi sínu á skrifstofu fyrirtækisins heldur í öðru hverfi, öðru sveitarfélagi eða landshluta - jafnvel í öðru landi. Störf án staðsetningar Það var ánægjulegt að sjá nýskipaðan ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar lýsa því yfir að í nýju ráðuneyti þessara málaflokka yrði boðið upp á störf án staðsetningar. Það er til marks um nýja hugsun um sveigjanleika og gefur von að hið opinbera horfi til þess að hagræða í rekstri eins og hinn frjálsi markaður hefur gert. Tökum dæmi um 25 manna vinnustað. Það heyrir til algjörar undantekningar að allir starfsmenn séu á skrifstofu fyrirtækisins á sama tíma. Yfirleitt er einhver staddur erlendis, einhver í orlofi, veik/ur heima, eða kýs að starfa heiman frá sér þann daginn. Þessa sviðsmynd má heimfæra á allar stærðir fyrirtækja. Einn þáttur hefur þó bæst við, því það er líklegt að einhver búi og starfi í öðrum landshluta eða í öðru landi. Þannig geta íbúar á Ísafirði, Siglufirði, Egilsstöðum eða Borgarnesi starfað fyrir fyrirtæki eða stofnun í Reykjavík og öfugt. Þannig er það nú og þannig verður það áfram. Það felast mikil lífsgæði í því að geta valið sér starf óháð staðsetningu og búsetu og á tímum þar sem við erum sífellt að leita leiða til að einfalda líf okkar erum við ekki að fara að snúa til baka frá því sem gefist hefur vel. Það mætti segja með nokkurri vissu að tækniframþróun, sem leitt hefur af sér störf á staðsetningar, sé besta byggðastefnan. Ef fyrirtæki ætla að ráð til sín hæfileikaríkasta starfsfólkið þá verða þau að bjóða uppá þann sveigjanleika sem fylgir hybrid-vinnuumhverfi. Komandi kynslóðir og þeir aðilar sem eru að koma út á vinnumarkaðinn munu einfaldlega krefjast þess. Þessi framtíð er kominn og orðin að veruleika. Maður er manns gaman Við erum þó ekki bara að leita leiða til að einfalda líf okkar heldur erum við líka að leita leiða til að hafa betri áhrif á umhverfið. Það er einnig hægt með fjölbreyttari valkostum í starfsumhverfi og aðstöðu okkar. Sá eða sú sem býr efri byggðum Reykjavíkur eða í nágrannasveitarfélögum getur mögulega komist hjá því að verja tíma og útblæstri í keyrslu niður í miðborg Reykjavíkur, svo tekið sé dæmi. Með skrifstofusetrum eða hybrid-skrifstofum víða um höfuðborgarsvæðið er hægt að ná þessum markmiðum. Þrátt fyrir að utanaðkomandi aðstæður hafi ýtt okkur í fjarvinnu – og í framhaldinu á hvern fjarfundinn á fætur öðrum, þá gilda sömu lögmál og áður. Maður er manns gaman og flest þráum við samneyti og félagsskap við annað fólk. Sú sem býr á Ísafirði og vinnur fyrir fyrirtæki í Reykjavík hefur kannski ekki hug á því að starfa alla daga heiman frá sér. Hún vill frekar koma sér upp aðstöðu á skrifstofusetri hvar hún hittir annað fólk – þó það starfi við eitthvað allt annað – og hefur aðgang að þeim þáttum sem hún hefði haft aðgang að í höfuðstöðvunum í Reykjavík, s.s. kaffiaðstöðu, seturými, salerni, prentara og þannig mætti áfram telja. Þessi sviðmynd gæti eins átt við aðila sem býr í Grafaholti en starfar fyrir fyrirtæki sem staðsett er í miðborg Reykjavíkur, eða býr í Vesturbæ Reykjavíkur og starfar í Garðabæ. Hvaða höfuðstöðvar? Sem fyrr segir breytist þetta hratt. Með því að hugsa út fyrir boxið getum við varið minni tíma í umferð til og frá vinnustað og þess í stað nýtt þann tíma í aðra og mikilvægari hluti. Ef fer sem horfir má vera að orðið höfuðstöðvar verði útbrunnið hugtak og án merkingar. Framtíðin liggur ekki bara í fjarvinnu og fundum í gegnum tölvuna, heldur í tækninýjungum og fjölbreyttari valkostum en áður. Hún liggur í því að geta valið sér búsetu eftir hentugleika, að geta sinnt vinnu á ferðalögum um landið og tímanum sem áður fór í að finna og byggja upp húsnæði en nýtist nú í frekari þróun atvinnulífsins. Það er sú leið sem við ættum að fara og spara um leið umtalsvert af tíma og fjármagni. Höfundur er eigandi Regus skrifstofusetra á Íslandi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun