Vinnum að velferð barna Almar Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2022 14:31 Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Skoðun Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Sjá meira
Öll börnin okkar Guðrúnar hafa notið framúrskarandi þjónustu á sinni lífsins leið í gegnum skólakerfið hér í Garðabæ. Áður fyrr naut ég þess sjálfur. Bærinn okkar hefur nefnilega á löngum tíma markað sér orðspor fyrir að vera barnvænt samfélag. Við getum öll verið stolt af því og þurfum að viðhalda þeirri stöðu. Fyrsta flokks þjónusta er stanslaust verkefni Það er ánægjulegt að ár eftir ár mælist ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur í Garðabæ mjög mikil í samanburði við önnur sveitarfélög. Hið sama á við um þjónustu bæði grunnskóla og leikskóla. Lykillinn að góðri stöðu Garðabæjar er að mínu mati ákveðin auðmýkt gagnvart verkefninu og stöðugar umbætur. Það að þjóna vel þörfum barna og barnafjölskyldna krefst þess að margir leggi hönd á plóg og starfi vel saman. Farsælt skólastarf felst í fólkinu Farsæl og góð þjónusta væri ómöguleg ef ekki væri fyrir fólkið sem starfar í þágu barna í Garðabæ. Það krefst næmni og færni að leiða stóran hóp ólíkra einstaklinga í samstilltu skólastarfi en þurfa um leið að geta mæta hverju barni þar sem það er. Starfsumhverfi skólastarfs á öllum stigum er í stanslausri þróun. Þær væntingar sem gerðar eru til starfsfólks hafa tekið miklum breytingum, ekki síst síðastliðin tvö ár þar sem unnið hefur verið þrekvirki við að laga starfið að mjög breyttum aðstæðum. Það er til mikils að vinna að þær breytingar sem hafa orðið á lífi barnanna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á framtíð þeirra. Viðbragðið við aðstæðum undanfarinna missera sýnir ótvírætt getu fagfólksins okkar og vilja þeirra til að viðhalda öflugri þjónustu og hugsa í lausnum. Við þurfum áfram að hlúa að börnunum og við þurfum líka að skapa fagfólkinu okkar góðar starfsaðstæður. Grípum snemma inn í vanda barna Hvort sem um er að ræða almenna þjónustu eða sértækar þjónustuþarfir, þá er mikilvægt að búa börnum öruggt og eflandi umhverfi þar sem þau fá tækifæri til að vaxa og dafna. Jafnt í skólaþjónustu sem í barnavernd höfum við lagt áherslu á að grípa eins snemma og hægt er inn í vanda barna. Með innleiðingu farsældarfrumvarpsins svokallaða standa vonir til þess að þjónusta gagnvart börnum, hvort sem hún er á vegum sveitarfélags eða ríkis, verði samræmdari en áður þannig að öll úrlausn verði markvissari og hraðari. Það er mikilvægt verkefni að vinna á þessum forsendum. Hluti af áskorun okkar í Garðabæ er að við höfum ávallt sett markið hátt í málefnum barnafjölskyldna og það stendur ekki annað til en að halda því áfram. Væntingar til okkar sem erum í forsvari í bænum eru því miklar, sem er gott. Stærsta verkefnið í samfélaginu okkar er að vinna að velferð barna. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun