Við trúum frásögnum þolenda kynferðisofbeldis. Ef einstaklingur stígur fram með sína sögu þá veljum við ekki hverjum er trúað og hverjum ekki trúað. Við viljum einfaldlega lýsa stuðningi við hvern þann karl eða konu eða kván sem kemur fram með reynslu af kynferðisofbeldi.
Þessi grein er skrifuð til að lýsa slíkum stuðningi við Ásgeir Ásgeirsson, Geira X, í ljósi þess að hann hefur sjálfur tjáð sig um að hann upplifir að hafa mætt þögn eða jafnvel smánun vegna frásagnar sinnar af kynferðisofbeldi sem hann hefur lýst. Við teljum áríðandi að lýsa því yfir að við trúum honum þegar hann tjáir sig um hvernig honum var nauðgað og hann beittur ofbeldi af hendi kvenna, bæði þegar hann var barn og eftir að hann varð fullorðinn.
Ofbeldi er ekki bundið við kyn og upplifun af ofbeldi er það ekki heldur. Enda þótt við vitum að nauðganir eru algengastar af hendi karla í garð kvenna þá teljum við áríðandi að sú staðreynd taki ekki úr sambandi umræðu um að fólk af öllum kynjum getur beitt fólk af öllum kynjum kynferðisofbeldi. Það er mjög áríðandi að enginn þolandi kynferðisofbeldis upplifi þöggun eða smánun um sína tjáningu. Það er þannig áríðandi að lýsa stuðningi við karlþolendur sem upplifa nauðgun af hendi kvenna, vegna þess að það er áríðandi að kyn sé ekki til grundvallar við val á við hverja er stutt.
Við biðjum aðra feminista sem trúa og styðja Geira X og sem kjósa að trúa frásögnum þolenda óháð kyni og kynjum ofbeldisfólks þeirra, að setja nafn sitt undir þessa grein svo hann geti séð það og upplifað stuðning okkar.
Við vonum að fólk líti á þessi skrif sem gott tækifæri til að skoða vel þá hugmynd að það er nauðsynlegt að lýsa stuðiningi til handa alls fólks sem hefur upplifað kynferðisofbeldi og treystir sér til að tjá sig um það – óháð kyni!
Arnheiður Ófeigsdóttir
Elsa Björk Harðardóttir
Kolbrún Jónsdóttir
Margrét Perla Kolka Leifsdóttir
Ninna Karla Katrínardóttir
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
Svanlaug Jóhannsdóttir
Stella Jinx
Hallgerður Hauksdóttir
Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Drífa Pálín Geirs
Ylfa Lind Gylfadóttir
Arna Þórdís Árnadóttir
Sólveig Johnsen
Svava Dögg Jónsdóttir
Andrea Ásgeirsdóttir
Sóley Björk Stefánsdóttir
Ragnhildur Jóhanns
Fríða Bragadóttir
Tanja Andersen Valdimarsdóttir
Anna Lind Vignisdóttir
Magga Dóra
Sigmar Atli Guðmundsson
Friðrik Jónsson
Sunna Björg
Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir
Áslaug Adda Maríudóttir
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir
Sigrún Huld Sigrúnar
Olga Björt Þórðardóttir
Guðfinna Kristinsdóttir
Lína Björg Sigurgísladóttir
Fjóla Heiðdal
Regína Sverrisdóttir
Áslaug Hauksdóttir
Unnur María Máney Bergsveinsdóttir
Harpa Hafsteinsdóttir
Sunna Ruth Stefánsdóttir
Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir
Hrefna Rún Kristinsdóttir
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar
Ásta Marteins
Sjöfn Friðriksdóttir
Anna Hallgrímsdóttir
María Rut Hinriksdóttir
og fleiri í kommentum