Samkeppnishæfur fjölskyldubær Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 15:00 Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveitafélögum ber okkur skylda að sinna lögbundinni lágmarksþjónustu við íbúa. Forgangsröðun verkefna í þágu grunnþjónustunnar er því eitt mikilvægasta verkefni sveitafélaga og uppbygging nýrra leikskóla á að vera ofarlega á þeim lista. Það þarf að tryggja börnum öruggt leikskólapláss, ekki bara börnum sem náð hafa tveggja ára aldri, heldur þarf að tryggja börnum dagvistun strax að loknu fæðingarorlofi foreldra. Þetta er því miður ekki staðan í okkar góða bæjarfélagi. Samkvæmt skýrslu fræðsluráðs Reykjanesbæjar í júní 2021 var hlutfall átján mánaða barna með leikskólapláss aðeins 19%. Þetta eru sláandi tölur og það þarf að gera betur. Miklu betur. Það þarf sýn og það þarf plan. Nýr leikskóli er áformaður í Hlíðarhverfinu og þar þarf að vinna hratt og örugglega. Þar vil ég líka sjá nýjungar í framkvæmd og ungbarnadeild til að mæta þeirri gríðarlegu þörf sem er fyrir dagvistunarpláss fyrir yngstu börnin. Það er þó ekki nóg eitt og sér, og miðað við vöxtinn í bæjarfélaginu þarf að taka rösklega til hendinni í þessum málum og leggja drög að fleiri leikskólum og/eða stækkun þeirra leikskóla sem eru starfandi í dag. Hugum að ímynd bæjarins – verum stolt af bænum okkar Nýlega var Stapaskóli tekinn í notkun í Innri-Njarðvík og kórónar hann hið glæsilega hverfi sem hefur risið hratt síðustu árin. Skólinn er framúrskarandi, leiðandi á sínu sviði og fyrirmynd fyrir aðra skóla sem eiga eftir að rísa á Íslandi. Lítið hefur hinsvegar heyrst af þessum glæsilega skóla þegar rýnt er í aðra miðla en bæjarmiðilinn. Með einfaldri Google-leit að „Stapaskóli“er til að mynda ekki að finna eina einustu frétt í neinum af stærstu fréttamiðlum landsins. Reykjanesbær er í samkeppni. Samkeppni við önnur sveitarfélög um íbúa, fyrirtæki og athygli frá hinu opinbera. Við eigum að vera stolt af bænum okkar, tala hann upp og láta alla vita af því að hér er gott að búa. Nýtum styrkleikana okkar og byggjum upp samfélag sem fólk sækist í, þar sem fólk vill starfa, ala upp börnin sín og verja frítíma sínum. Ég flutti til Reykjanesbæjar fyrir rúmum áratug. Sem aðfluttur íbúi hef ég í ófá skipti þurft að svara fyrir það hvernig mér hefði eiginlega getað dottið það í hug að koma hingað úr Reykjavík. Og þá er ég fljót að nefna alla þá fjölmörgu kosti við það að búa í Reykjanesbæ. Við megum ekki láta slæmar fréttir um bæinn okkar kaffæra þær góðu – hér er ótrúlega gott að búa. Verum stolt, höfum hátt og gerum bæinn okkar ennþá betri. Mig langar að taka þátt í því og þess vegna bið ég um stuðning ykkar í 4. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun