Stríð eru óskynsamleg Alexandra Breim skrifar 24. febrúar 2022 13:32 Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Fíkn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Vegna frétta síðustu daga er stríð okkur mörgum ofarlega í huga. Þau eru hrikaleg og heimskuleg, og aldrei réttlætanleg nema mögulega í sjálfsvörn eða vörn fyrir aðra. Kostnaðurinn við stríð mælist í mannslífum, en líka fjármunum, skaða á innviðum og fjáraustri í stríðsrekstur sem væri betur nýttur í annað. Það stríð sem ég vil ræða núna er þó ekki stríðið í Úkraínu, sem þó er mér ofarlega í huga og ég er með grein í vinnslu um það mál, en hér vil ég fjalla um stríðið gegn fíkniefnum. Sem því miður hefur orðið að stríði gegn vímuefnaneytendum og aðstandendum þeirra. Enda hefur það sýnt sig að ‘stríðið gegn fíkniefnum’ hefur kostað ótalda milljarða, fjöldamörg mannslíf og ómælanlegt samfélagslegt tjón og þjáningar fólks, og þau sjá undirheimastarfsemi fyrir öruggri tekjulind, án þess að ná neinu sem mætti kalla árangur eða sigur. Fólk grínast með það að fíkniefnin hafi unnið stríðið gegn fíkniefnum. Það sem fólk er að átta sig á er að fíkn er ekki vandamál sem hægt er að sigra með stríðsrekstri, með útilokun, fangelsun eða sívaxandi hörku. Mér finnst það skrítið hvað það hefur tekið langan tíma, þar sem það virkar frekar augljóst. Innleiðing aðferðafræði skaðaminnkunar er skynsamlegasta leiðin sem er í boði. Að veita fólki sem er í vandræðum aðstoð óháð neyslu, gefa fólki þann stuðning sem það þarf til að lifa og til að geta komist í þá stöðu að bæta sínar aðstæður, frekar en að krefjast þess að fólk geri það fyrst, þegar það er ekki í stakk búið til þess. Ég myndi ganga lengra en það, neyslurými eru mjög mikilvægt skref. Það er engum greiði gerður með því að fólk sem er í vandræðum og í neyslu neyðist til að nota þau í óöruggum aðstæðum, með mögulega óhreinum efnum, þar sem enginn getur hjálpað þeim ef eitthvað gerist. Afglæpavæðing neysluskammta er annað mikilvægt skref. Í því felst ekki að mér finnist neysla vímuefna góð hugmynd, heldur bara að það að gera neyslu þeirra að glæp stöðvar ekki neysluna, en gerir það erfiðara fyrir fólk að sækja sér hjálp og gerir það sennilegra til að sækja sér efni sem eru óörugg, hættuleg og fjármagna aðra hættulega starfsemi. Ef neyslan er glæpur, þá óttast fólk að leita hjálpar og óttast að vera þar sem er sennilegt að lögreglan handtaki þau fyrir neysluna. Og það gerir það erfiðara að veita því aðstoðina sem það þarf til að mögulega komast út úr neyslunni.Það að neysla sé glæpur verður til þess að fólk með vímuvanda forðast samskipti við lögregluna sem gera þau útsett fyrir misnotkun, jaðarsetningu og verður ólíklegt til að leita sér hjálpar og því erfiðara að veita þeim hjálp og aðstoð við að komast úr vímuvandanum. Ég ítreka að mér finnst neysla ekki góð hugmynd. Þetta snýst ekki um það. Þetta snýst um það að við beitum þeim aðferðum sem eru sennilegar til að leysa vandann. Bann kemur ekki í veg fyrir að eitthvað sé gert. Refsing virkar ekki til að fæla fólk frá. Það er full reynt. Það er af því að fíknin er ekki bara einhver óskilgreind glæpsemi sem þurfi að refsa, ekki persónuleikabrestur sem er hægt að berja úr fólki. Heldur viðbragð við einsemd og vanlíðan, við áföllum sem hefur ekki verið unnið úr eða við sjúkdómum eða sálrænum erfiðleikum sem ekki hafa fengið rétta meðhöndlun. Þetta er félagslegt og læknisfræðilegt vandamál sem þarf að leysa með þeirra aðferðafræði. Við þurfum að vinna gegn rót vandans. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og frambjóðandi í prófkjöri.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun