Einfaldara líf á Nesinu Ragnhildur Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 09:00 Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur eitt augnablik að sveitarfélagið Seltjarnarnes væri við það að hefja rekstur með tæplega 5.000 íbúa. Þá þyrfti að sjálfsögðu að hafa til reiðu alla helstu innviði; skóla og leikskóla í hentugu húsnæði, góða aðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs, öfluga félagsþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Skipuleggja þyrfti hverfin af vandvirkni, hafa græn útivistarsvæði sem bæta lífsgæði íbúanna, ráða hæft starfsfólk í helstu stöður og hafa lágmarks umgjörð um stjórnsýsluna sem heldur utan um þetta allt saman. Sjálfsagt myndum við leggja grunn að þannig sveitarfélagi með svipuðum hætti og nú er. Nema hvað við myndum reyna að hafa reksturinn enn einfaldari, tryggja skilvirkari þjónustu og losa okkur við hvaðeina sem er til þess fallið að flækja stjórnsýsluna eða daglegt líf íbúanna. Samhliða auknum lífsgæðum og betri upplýsingum leitum við sífellt leiða til að einfalda lífið. Við viljum nýta tímann betur með fjölskyldu og sækja þjónustu með einföldum hætti. Við höfum á liðnum árum séð tækninýjungar og framfarir í þjónustu sem hafa einfaldað og bætt líf okkar með einum eða öðrum hætti – og eigum eftir að sjá meira af því á komandi árum. Ekkert af þessu gerist þó að sjálfu sér heldur þarf að leita nýrra lausna og hugsa út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þannig á framþróun sér stað og þannig næst árangur. Hugsum út fyrir rammann Sveitarfélögin eru ekki undanskilin þegar kemur að því að einfalda lífið. Við sækjum meginþorrann af grunnþjónustu okkar til sveitarfélaga. Þar fara börnin okkar í leikskóla og skóla, þar er félagsþjónusta veitt og þar eru hverfin okkar skipulögð. Þangað sækjum við íþrótta- og tómstundastarf og þar njótum við menningar og útivistar. Sveitarfélögin sem veita þessa þjónustu þurfa að hafa fjárhagslega burði til þess. Sum sveitarfélög stefna að því markmiði með því að reyna að hámarka skattheimtu með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa og fyrirtæki án þess að hagrætt sé í rekstrinum eða leitað nýrra leiða til þess að bæta þjónustuna. Með því að stilla álögum í hóf ýtum við undir frekari hagsæld íbúa og öflugra atvinnulíf. Það er síðan á ábyrgð okkar sem gefum kost á okkur í stjórnmál að hugsa hlutina upp á nýtt þegar kemur að þjónustu sveitarfélagsins og vera ávallt í takt við tímann. Í fremstu röð Íbúar Seltjarnarness hafa notið þeirrar gæfu að bærinn er vel rekinn og ákvarðanir á fyrri árum hafa verið farsælar. Eignastaðan er sterk og skuldaviðmið bæjarins er með því lægsta á landinu og sveitarfélagið hefur alla burði til að gera enn betur. Við eigum að vera framarlega þegar kemur að því að hagræða í rekstri og nýta tæknilausnir til að bæta þjónustuna. Íbúar eiga þannig að geta fengið upplýsingar með einföldum hætti, sótt sér ýmiskonar þjónustu svo sem skráningar, útfyllt umsóknir og sinnt samskiptum við skólayfirvöld eða aðrar stofnanir bæjarins. Þá má bæta gæði náms og vinnuumhverfi kennara með stafrænum lausnum í kennslu og þannig mætti áfram telja. Þannig getum við varið fjármagni sveitarfélagsins betur og með skilvirkari hætti og skapað grænan og fjölskylduvænan bæ þar sem fólki á öllum aldri finnst gott að búa. Með öðrum orðum, Seltjarnarnesbær á að vera í fremstu röð og leggja áherslu á að einfalda líf íbúanna og veita um leið fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum. Þetta eru þættir sem ég mun leggja áherslu á hljóti ég brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Ég hef víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hef unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu, kennslu, skrif og heilsueflingu og hef setið í stjórnum og nefndum bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Sú reynsla mun nýtast mér vel í störfum fyrir sveitarfélagið. Sjálf er ég alin upp á Seltjarnarnesi og við hjónin eigum þrjú börn á grunnskólaaldri. Ég þekki því þarfir barnafjölskyldna og veit hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur að hafa möguleika á því að einfalda líf sitt, einmitt til að nýta tímann betur og njóta hans með fjölskyldunni. Það er ekki síður mikilvægt fyrir eldri íbúa bæjarins að hafa þjónustuna skilvirka og geta varið ævikvöldinu vitandi að rekstur bæjarins er í öruggum höndum. Það einfaldar líka lífið. Höfundur er hagfræðingur og varabæjarfulltrúi og sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun