Sagan endalausa í Norðvestur Indriði Ingi Stefánsson skrifar 24. febrúar 2022 07:30 Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fólk á mínum aldri fylgir nokkur sælutilfinning að rifja upp ævintýrið Söguna endalausu sem fjallar samhliða um raunir Bastian, hinn hugrakka Atreyu, óskadrekann Falkor og fleiri verur Fantasíu í baráttunni við Ekkertið. Það er hins vegar óhætt að segja að það fylgi því engin sælutilfinning þegar hremmingarnar við talningu í Norðvesturkjördæmi séu rifjaðar upp, hremmingar sem enn hefur ekki verið leyst úr. Kæra til lögreglu Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að senda til lögreglunnar á Vesturlandi kæru þar sem ég óska eftir að fjallað verði um meðferð atkvæða eftir að oddviti Yfirkjörstjórnar Norðvestur kemur aftur á talningarstað, um brot á því að auglýsa talningu tímanlega, um að kjósendur hafi ekki getað verið viðstaddir talningu, að umboðsmenn lista hafi ekki verið kvaddir til og talningu haldið áfram þrátt fyrir óskir umboðsmanna lista um annað. Aðeins einn hluti þess sem fram fór í Borgarnesi var talin refsiverður af lögreglu en það var að atkvæði hafi ekki verið innsigluð. Af því má ráða að aðrir hlutir framkvæmdarinnar hafi staðist skoðun, við það er erfitt að una. Það skiptir máli hverjir telja Jósef Stalín á að hafa sagt að það skipti meira máli hverjir telja en hverjir kjósa. Það kann að vera fjarri þeim veruleika sem við teljum okkur búa við. Lítum samt til þess fordæmis sem var sett í Borgarnesi síðasta haust. Þar eru kjósendur útilokaðir frá eftirliti, þar eru umboðsmenn lista útilokaðir frá eftirliti. Hafi verið rangt flokkað eða talið í Norðvestur gátu umboðsmenn lista með engu móti gaumgætt það, hafi hreinlega verið haft rangt við í Norðvestur gerðu aðgerðir Yfirkjörstjórnar Norðvestur það að verkum að umboðsmenn lista gátu ekki skorið úr um það heldur, því er enginn annar valkostur fær en að kæra til lögreglu. Það er heldur ekki alveg hægt að horfa fram hjá þessum furðulega skýrslutökum Lögreglunnar á Norðausturlandi á blaðamönnum fyrir það að vinna vinnuna sína. Á sama tíma og brot sem vel má færa rök fyrir að hafi eyðilagt heilar kosningar eru látin óátalin. Það er sótt að lýðræðinu í landinu úr tveimur áttum, annars vegar að frelsi fjölmiðla til að fjalla um óþægileg mál og síðan möguleika almennings og framboða til að tryggja að rétt sé að talningu staðið. Hafandi verið umboðsmaður lista í síðustu Alþingiskosningum þá blasir við mér að núverandi fyrirkomulag kosninga eftirlits stenst enga skoðun og sérstaklega ekki ef framkvæmdin í Borgarnesi verður að einhverju leiti fordæmisgefandi. Hvað er í húfi? Sem betur fer er minna undir hjá okkur en hjá Atreyu og félögum því ólíkt því sem var um Fantasiu mun landið okkar ekki bókstaflega hverfa frekar en við flest, hins vegar stöndum við nú á krossgötum og hver ásýnd landsins okkar og lífsgæði verða í framtíðinni, sérstaklega með tilliti til komandi kynslóða, mun ráðast af því sem við gerum nú. Því þarf að vera algerlega hafið yfir allan vafa að rétt sé að kosningum staðið og við verðum nú sem aldrei fyrr að standa vörð um lýðræðið í landinu. Því eins og í sögunni endalausu geta allir haft áhrif og það skulum við að nýta okkur. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar