Jarðtenging óskast Hildur Björnsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 15:01 Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í fannfergi undanfarinna daga hefur mikið mætt á starfsfólki borgarinnar vegna snjómoksturs. Mikið rask hefur orðið á hversdagslegu lífi fólks í borginni og aðstæður fyrir gangandi reynst nær ómögulegar – þvert á fyrirheit um gönguvæna borg. Starfsfólk hefur hins vegar staðið sig með miklum sóma undir miklu álagi, en í einhverjum tilvikum setið undir gagnrýni fyrir afraksturinn. Það er þó ekki við starfsfólk að sakast þegar borgaryfirvöld bjóða þeim óviðunandi starfsaðstæður. Í þessu samhengi vakti athygli yfirlýsing frá starfsfólki vetrarþjónustu sem kvartar undan skilningsleysi borgarstjóra á þeirra starfi. Keypt hafi verið tæki og tól sem hæfa illa til verksins, og starfsfólki því gert ómögulegt að sinna starfi sínu með fullnægjandi hætti. Skrúfjárn og hamar Þetta er ekki í fyrsta skipti sem borgaryfirvöld falla í þann pytt að fljúga með himinskautum þegar jarðtengingar er þörf. Þú réttir ekki skrúfjárn, þeim sem þurfa hamar. Listinn er raunar nokkuð langur. Rekstrarhæfi Sorpu var stefnt í hættu vegna framúrkeyrslu við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar sem stenst ekki gæðakröfur. Fordæmalaust lóðaklúður varð til þess að Malbikunarstöðin Höfði var eyðilögð sem söluvara. Sögu Braggans við Nauthólsvík ættu svo flestir að þekkja. Raunir snjómokstursfólks í Reykjavík eru því miður ekki einsdæmi, heldur stef í langþreyttri laglínu. Borgarstjóri skreytir sig með stórum hugmyndum, en gætir ekki að útfærslunni. Þess vegna er grunnþjónusta í borginni í molum. Uppbygging gas- og jarðgerðarstöðvar var göfugt markmið en starfsemin þjónar illa tilgangi sínum í verksmiðju sem stenst ekki nútíma gæðakröfur. Þá má sannarlega nýta verðmætt byggingaland á Höfða undir annað en þungaiðnað, en útfærslan þarf að styðjast við lágmarksfyrirhyggju, og þess þarf að gæta að verðmæti fari ekki í súginn. Sama gildir um veitingarekstur og skemmtanahald í borginni. Það er ekki hlutverk borgarinnar að sjá einstaka rekstraraðilum fyrir niðurgreiddu húsnæði. Aðkoma borgarinnar á að vera almenns eðlis - ryðja þarf hindrunum úr vegi og reka borgina þannig að álögur á rekstraraðila verði sem lægstar. Hæfi til verksins Borgarstjóri hefur verið við völd með örstuttum hléum í tuttugu ár. Borgin er nú á því stigi í stóru sem smáu að vera rekin á sjálfsstýringu að því er virðist af gömlum vana. Starfsfólki borgarinnar hefur fjölgað um 20% á kjörtímabilinu. Skuldir hafa hækkað um þriðjung. Útgjaldaaukningin hefur ekki skilað sér í bættri þjónustu. Það sýna ítrekaðar mælingar. Snjómoksturinn er birtingarmynd þess. Hér skortir jarðtengingu. Göturnar verða ekki ruddar með tækjum sem ekki hæfa til verksins, ekki frekar en grunnþjónustan kemur til með að batna með borgarstjóra sem ekki er hæfur til verksins. Við þurfum breytingar – við þurfum Reykjavík sem virkar. Höfundur er borgarfulltrúi og vill leiða lista Sjálfstæðisflokks fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun