Hugsum vel um eldri íbúa Stella Stefánsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 12:01 Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stella Stefánsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður. Margir eru lánsamir að eldast vel og vera virkir, en aðrir þurfa stuðning. Stór hópur Garðbæinga telst til eldri borgara og það á að vera í forgangi hjá sveitarfélaginu að leggja sitt af mörkum til að þessi hópur búi við velsæld og njóti lífsgæða í nærumhverfinu. Sífellt fleiri eldri íbúar eru virkir lengur, bæði félagslega og líkamlega. Samfélag eldri íbúa í Garðabæ byggir á fjölbreyttum hópi sem setur líflegt mark á bæjarbrag. Garðabær hefur upp á margt að bjóða eins og menningarstarf, veitinga- og kaffihús, sundlaugar, golfvelli, golfherma og fjölbreyttar gönguleiðir innan hverfa og í friðlandinu. Margir eldri íbúar eru í gönguhópum og í boði er t.d. Qi-Gong, dansleikfimi, skák og brids. Einnig hefur verið mikil ásókn í Janusarverkefnið. Nýlega drógu margir eldri borgarar fram gönguskíðin og gengu í sporum á golfvellinum. Það er mikilvægt að viðhalda líkamlegri og félagslegri virkni enda hefur virkni sannað gildi sitt sem forvörn. Þetta skiptir ekki síst máli núna eftir Covid þar sem margir hafa einangrast og tapað virkni. Ég bind vonir við að hið nýja fjölnota íþróttahús, Miðgarður, verði vel nýtt af eldri íbúum til að hreyfa sig og til félagslegs samneytis. Það er mikilvægt að efla félagsstarf í nærumhverfi fleiri íbúa, sérstaklega í nýjum hverfum. Garðatorg á að vera lifandi og spennandi staður til hittast á. Tilvalið er að nýta yfirbyggðu torgin betur fyrir afþreyingu sem gæti höfðað til eldri íbúa, t.d. mini-golfi, púttvelli, botsía (boccia) eða þægilegum æfingadúk fyrir jóga eða dans. Einnig þarf að vinna markvisst að umbótum í nærumhverfinu í samvinnu við eldri íbúa með það að leiðarljósi að hvetja til virkni, t.d. fjölga bekkjum. Það eru lífsgæði fólgin í því að geta búið sem lengst heima og viðhalda sjálfstæði. Það þarf að fjölga valkostum í húsnæði fyrir eldri íbúa og í skipulagi huga að minni sérbýlum og rúmgóðum björtum fjölbýlum fyrir fólk sem vill minnka við sig. Þjónusta við eldri íbúa á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Það er mikilvægt að eldri íbúar geti reitt sig á stuðningsþjónustu og aðstandendur viti, í annríki dagsins, að ástvinir búi við öryggi og líði vel. Nýsköpun er mikilvæg til að leita nýrra leiða í velferðaþjónustu þar sem lögð er áhersla á fyrirbyggjandi aðgerðir, auka vitund fólks um ábyrgð á eigin heilsu og umgjörð sem veitir öryggi í eigin búsetu. Huga þarf sérstaklega að aðgengi eldri íbúa að heilsugæslu en sú þjónusta þarf að vera einföld og skilvirk. Það þarf einnig að skoða samþættingu á stuðningsþjónustu sem er á vegum Garðabæjar og heimahjúkrunar sem undir ríkinu. Höfundur er varabæjarfulltrúi og gefur kost á sér í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun