Fjölskyldur í forgang – fram veginn í leikskólamálum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. febrúar 2022 17:30 Tæplega 9% íbúa Kópavogsbæjar eru 6 ára og yngri. Það ætti því að koma fæstum á óvart að leikskólamál í bænum verði mikið til umræðu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kópavogur hefur staðið vel að leikskólamálum í bænum og tekist að taka börn fyrr inn í leikskólana en t.d. hjá nágrannasveitarfélaginu Reykjavík og ætla má að þær séu nokkrar fjölskyldurnar í Kópavogi sem horfðu einkum til þessara mála hjá sveitarfélaginu þegar þær ákváðu hvar þær ætluðu að byggja sér líf. Börnum á leikskólaaldri hefur þó fækkað nokkuð á síðustu árum í bænum, hér um bil í beinu hlutfalli við fjölda leikskólabarna í bænum sem einnig hefur fækkað en í dag eru 12% færri leikskólabörn í bænum en þau voru árið 2014. Af þeirri ástæðu hefur leikskólum bæjarins ekki fjölgað sl. ár. Síðustu tvö ár hefur þróunin snúist við og börnum á leikskólaaldri farið aftur fjölgandi, og því fylgja áskoranir. Hingað til hefur bænum tekist að innrita börn um 14-15 mánaða aldurinn, en inntökualdurinn fer hækkandi með tilheyrandi flækjustigi fyrir foreldra ungra barna. Það horfir til betri vegar með nýjum Kárnesskóla og nýjum leikskóla við Skólatröð. Eins vinnur bærinn að því að fjölga færanlegum kennslurýmum á lóðum leikskólanna, sem er vel. En öflugir leikskólar verða ekki byggðir með plástrum. Stærsta áskorun sveitarfélaga í leikskólamálum er og verður mönnun leikskólanna, ekki fjöldi bygginga. Mikilvægasta jafnréttismálið Ég vil búa í sveitarfélagi sem setur fjölskyldur í forgang. Sveitarfélagi þar sem leikskólapláss er tryggt öllum börnum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Örugg dagvistunarúrræði eru eitt öflugasta tólið sem við höfum í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og gegn launamun kynjanna en konur taka almennt lengra fæðingarorlof og eru lengur frá vinnu en karlar. Framboð á leikskólaplássum greiðir leið kvenna á vinnumarkaði. Við fjölskyldan erum hæstánægð með leikskóla dóttur okkar. Starfsfólkið til fyrirmyndar og starfið öflugt. Það er mikilvægt að vita af henni í góðum höndum, en álagið á starfsfólkið hefur verið mikið sökum fáliðunar og ekki hefur covid-19 bætt úr skák. Þetta hefur oft leitt til póstsendinga til foreldra þar sem við erum hvött til að sækja fyrr í leikskólann til að létta undir með þeim, sem er okkur ljúft og skylt að gera þegar við höfum svigrúm til. En þetta getur ekki verið viðvarandi ástand og þess vegna þarf bærinn að stíga inn í og forgangsraða í rekstrinum. Um leið þarf að auka sveigjanleika gagnvart foreldrum og börnum, öll höfum við ólíkar þarfir, og ólíkan vinnutíma ef út í það er farið. Við getum ekki öll tekið sumarleyfi þegar leikskólinn lokar. Með lengri opnunartíma leikskólanna dreifum við umferð betur innan hverfanna, drögum úr álagspunktum í umferðinni og styttum þar með vinnuviku fólks. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin Leikskólar á Íslandi voru framan af einkareknir, reknir af kvenfélögum og verkalýðshreyfingunni. Það er ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar að það byrjar að breytast. Nýlega lagðist starfsemi einkarekna leikskólans Undraland á Kársnesi af, eftir að stofnendur og stjórnendur leikskólans ákváðu að kalla þetta gott. Það er mikill missir af þessum litla leikskóla með stóra hjartað. Foreldrar barna af leikskólanum bera starfinu þar góða söguna. Starfsmannaveltan lítil og starfsdögum stillt upp þannig að þeir hefðu sem minnst rask á daglega rútínu fólks. Ég held að það sé skynsamleg leið að skoða eflingu sjálfstætt starfandi leikskóla í Kópavogi. Samkeppni er alltaf af hinu góða. Skólar reknir eftir betri stefnum eru betri söluvara. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin. Að sama skapi er engin skömm að því að fólk sem sinnir leikskólarekstri af kostgæfni hagnist á því. Með ávísanakerfi þar sem bærinn greiðir með leikskólavist hvers barns er það í höndum foreldranna að ganga úr skugga um að leikskólastarfið sé í lagi. Rekstur gengur iðulega betur þegar stjórnendurnir eiga eitthvað undir því að farið sé vel með fjármuni og góð þjónusta veitt. Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Tæplega 9% íbúa Kópavogsbæjar eru 6 ára og yngri. Það ætti því að koma fæstum á óvart að leikskólamál í bænum verði mikið til umræðu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Kópavogur hefur staðið vel að leikskólamálum í bænum og tekist að taka börn fyrr inn í leikskólana en t.d. hjá nágrannasveitarfélaginu Reykjavík og ætla má að þær séu nokkrar fjölskyldurnar í Kópavogi sem horfðu einkum til þessara mála hjá sveitarfélaginu þegar þær ákváðu hvar þær ætluðu að byggja sér líf. Börnum á leikskólaaldri hefur þó fækkað nokkuð á síðustu árum í bænum, hér um bil í beinu hlutfalli við fjölda leikskólabarna í bænum sem einnig hefur fækkað en í dag eru 12% færri leikskólabörn í bænum en þau voru árið 2014. Af þeirri ástæðu hefur leikskólum bæjarins ekki fjölgað sl. ár. Síðustu tvö ár hefur þróunin snúist við og börnum á leikskólaaldri farið aftur fjölgandi, og því fylgja áskoranir. Hingað til hefur bænum tekist að innrita börn um 14-15 mánaða aldurinn, en inntökualdurinn fer hækkandi með tilheyrandi flækjustigi fyrir foreldra ungra barna. Það horfir til betri vegar með nýjum Kárnesskóla og nýjum leikskóla við Skólatröð. Eins vinnur bærinn að því að fjölga færanlegum kennslurýmum á lóðum leikskólanna, sem er vel. En öflugir leikskólar verða ekki byggðir með plástrum. Stærsta áskorun sveitarfélaga í leikskólamálum er og verður mönnun leikskólanna, ekki fjöldi bygginga. Mikilvægasta jafnréttismálið Ég vil búa í sveitarfélagi sem setur fjölskyldur í forgang. Sveitarfélagi þar sem leikskólapláss er tryggt öllum börnum eftir að fæðingarorlofi lýkur. Örugg dagvistunarúrræði eru eitt öflugasta tólið sem við höfum í baráttunni fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og gegn launamun kynjanna en konur taka almennt lengra fæðingarorlof og eru lengur frá vinnu en karlar. Framboð á leikskólaplássum greiðir leið kvenna á vinnumarkaði. Við fjölskyldan erum hæstánægð með leikskóla dóttur okkar. Starfsfólkið til fyrirmyndar og starfið öflugt. Það er mikilvægt að vita af henni í góðum höndum, en álagið á starfsfólkið hefur verið mikið sökum fáliðunar og ekki hefur covid-19 bætt úr skák. Þetta hefur oft leitt til póstsendinga til foreldra þar sem við erum hvött til að sækja fyrr í leikskólann til að létta undir með þeim, sem er okkur ljúft og skylt að gera þegar við höfum svigrúm til. En þetta getur ekki verið viðvarandi ástand og þess vegna þarf bærinn að stíga inn í og forgangsraða í rekstrinum. Um leið þarf að auka sveigjanleika gagnvart foreldrum og börnum, öll höfum við ólíkar þarfir, og ólíkan vinnutíma ef út í það er farið. Við getum ekki öll tekið sumarleyfi þegar leikskólinn lokar. Með lengri opnunartíma leikskólanna dreifum við umferð betur innan hverfanna, drögum úr álagspunktum í umferðinni og styttum þar með vinnuviku fólks. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin Leikskólar á Íslandi voru framan af einkareknir, reknir af kvenfélögum og verkalýðshreyfingunni. Það er ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar að það byrjar að breytast. Nýlega lagðist starfsemi einkarekna leikskólans Undraland á Kársnesi af, eftir að stofnendur og stjórnendur leikskólans ákváðu að kalla þetta gott. Það er mikill missir af þessum litla leikskóla með stóra hjartað. Foreldrar barna af leikskólanum bera starfinu þar góða söguna. Starfsmannaveltan lítil og starfsdögum stillt upp þannig að þeir hefðu sem minnst rask á daglega rútínu fólks. Ég held að það sé skynsamleg leið að skoða eflingu sjálfstætt starfandi leikskóla í Kópavogi. Samkeppni er alltaf af hinu góða. Skólar reknir eftir betri stefnum eru betri söluvara. Hjá sjálfstætt starfandi leikskólum er sagan og hefðin. Að sama skapi er engin skömm að því að fólk sem sinnir leikskólarekstri af kostgæfni hagnist á því. Með ávísanakerfi þar sem bærinn greiðir með leikskólavist hvers barns er það í höndum foreldranna að ganga úr skugga um að leikskólastarfið sé í lagi. Rekstur gengur iðulega betur þegar stjórnendurnir eiga eitthvað undir því að farið sé vel með fjármuni og góð þjónusta veitt. Höfundur sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi þann 12. mars nk.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun