Af hverju seldi meirihlutinn mjólkurkúna? Sigurður P. Sigmundsson skrifar 16. febrúar 2022 11:30 Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Það hefur aldrei gefist vel til framtíðar að selja bestu mjólkurkúna til að bregðast við tímabundnum vanda. Það er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú berast þær fréttir að hagnaður HS Veitna hafi aukist um 68% á árinu 2021 og numið kr. 949 milljónum. Virði fyrirtækisins hefur þar með aukist töluvert milli ára. Hafnarfjörður fær engan arð því bæjarstjórnarmeirihluti sjálfstæðismanna og framsóknar seldi 15,4% hlut bæjarins í fyrirtækinu haustið 2020. Fullnægjandi skýringar hafa ekki fengist á því af hverju meirihlutanum lá svona mikið á að keyra þessa sölu í gegn og af hverju Kviku banki var handvalinn til að sjá um söluna. Sú skýring var gefin að salan væri gerð með hag bæjarbúa að leiðarljósi. Minnihlutinn í bæjarstjórn lagðist gegn sölunni og hélt fram mikilvægi þess að fyrir lægju ítarlegar upplýsingar og útreikningar áður en kæmi til ákvörðunar um hugsanlega sölu. Á þetta var ekki hlustað. Þegar salan fór fram var ekki ljóst hver yrðu áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag bæjarins. Skýringar meirihlutans á þeim tíma voru því getgátur einar enda hefur komið í ljós að áhrif faraldursins á bæjarsjóð hafa orðið mun minni en áætlað var. Margt er enn óljóst hvað varðar þessa sölu. Meirihlutinn hefur ekki gefið skýr svör um það í hvað söluandvirðinu hefur verið varið. Einhver hluti fór til greiðslu afborgana lána og einhver hluti til reksturs. Það er hins vegar ekki hægt að sjá í bókhaldi bæjarins um hvaða upphæðir er að ræða eða hvernig þeim er skipt milli áranna 2020 og 2021. Fregnir af miklum hagnaði HS Veitna benda sterklega til þess að ákvörðun meirihluta sjálfstæðismanna og framsóknar um sölu á hlut bæjarins í fyrirtækinu hafi verið röng og þar með til skaða fyrir bæjarfélagið. Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki lengur neitt um það að segja hver þróun starfsemi HS Veitna verður á athafnasvæði þess. Reykjanesbær ákvað hins vegar að halda eignarhlut sínum í HS Veitum þrátt fyrir að vera í þrengri stöðu fjárhagslega. Er ekki bara best að meirihlutinn í Hafnarfirði taki ábyrgð á gerðum sínum? Höfundur er frambjóðandi Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun