Opið bréf til Sævars Péturssonar vegna framboðs Helga Benediktsdóttir, Hulda Hrund Sigmundsdóttir, Ninna Karla Katrínardóttir, Ólöf Tara Harðardóttir, Tanja M. Ísfjörð og Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifa 15. febrúar 2022 11:01 Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að rifja upp langt aftur í tímann hvers vegna það er verið að kjósa nýjan formann innan Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. „Þörf er á hugarfarsbreytingu, tími þöggunar og einhvers konar yfirhylmingar er liðinn“, „...um leið tel ég mikilvægara í dag að taka stöðu með þolendum til þess að breytingar verði að veruleika því það er sannarlega kominn tími á slíkt“. Ofangreindar tilvitnanir eru úr Facebook færslum Sævars Péturssonar frá 31. ágúst og 8. september 2021. Nú hefur Sævar boðið sig fram til formanns KSÍ en í tilkynningu hans um framboð nefnir hann hvergi ofbeldismál, þöggun, yfirhylmingu né þolendur. Ástæða þess að verið er að kjósa nýjan formann KSÍ er sú að fyrrum formaður og stjórn brugðust þolendum algjörlega. Það tengist ekki fjármálum, þjóðarleikvangi eða öðrum málefnum fótboltans. Það tengist þolendum og einungis þolendum. Það er því áhugavert að ofbeldismál innan Knattspyrnuhreyfingarinnar komi hvergi fram sem helstu áherslur Sævars í framboðinu. Þolendur innan sem utan vallar þurfa að fá tækifæri til að finna sig aftur innan hreyfingarinnar. Þolendur og iðkendur þurfa að upplifa traust og öryggi í garð hreyfingarinnar til að trúa því að á þau verði hlustað kjósi þau að segja frá ofbeldi. Við teljum að það sé erfitt að setja fótboltann strax í fyrsta sæti þegar öryggi iðkenda er ekki tryggt. Við teljum nauðsynlegt að tryggja öryggi iðkenda innan hreyfingarinnar og að okkar mati ætti það að vera í forgangi og í kjölfarið kemur allt hitt. Með öryggi vex hreyfingin. Þær áherslur sem Sævar kom inn á í framboðs tilkynningu sinni eru góðar og gildar en á sama tíma veltum við fyrir okkur hvers vegna það sé hvergi minnst á ofbeldismál og þolendur. Við viljum því spyrja þig beint, Sævar; 1. Hvers vegna eru ofbeldismál, þöggun, yfirhylming og þolendur ekki meðal helstu áhersla í framboðstilkynningu þinni? 2. Hvernig hyggst þú taka stöðu með þolendum til þess að breytingar innan hreyfingarinnar verði að veruleika líkt og þú segir sjálfur 8. september 2021 í færslu á Facebook? 3. Hvernig ætlar þú styðja við þolendur sem leita til KSÍ vegna ofbeldi af hálfu leikmanna innan knattspyrnuhreyfingarinnar? 4. Munt þú leita til sérfræðinga í málaflokki ofbeldis til að fá ráðleggingar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum sem kom inn á borð KSÍ? 5. Hefur þú hugsað þér að taka til skoðunar siðareglur KSÍ, sem skortir, líkt og tilkynning þín til framboðs, allt sem kemur inn á ofbeldi og þolendur þess Höfundar eru stjórnarmenn í aktívistasamtökunum Öfgum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar