Rugla sjónvarpslæknar saman hættu og áhættu? Erling Óskar Kristjánsson skrifar 14. febrúar 2022 08:30 Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan smituðumst nýverið af veirunni fræknu, en nú hefur hún sennilega sýkt um 40% þjóðarinnar (1). Við fengum skammvinn og væg einkenni, eins og flestir. Á samfélagsmiðlum óska hundruð manna einkennalausum áhrifavöldum góðs bata. Hvernig nær maður bata ef það er ekkert að manni? Við einkennalausan Bjarna Ben sagði einn: „Vonandi lifir þú þetta af.“ Fólk sem fær væg eða engin einkenni er sagt heppið. Til að róa áhyggjur fólks tilkynna sumir einkennaleysi sitt, en þora vart að lýsa reynslu sinni, ella verði þeir ásakaðir um að gera lítið úr veirunni. Eftir standa litríkar lýsingar af verstu tilfellunum, sem gefa villandi mynd. Heppninnar vegna eru lýsingar flestra einskis virði. Þetta er öfugsnúið eins og svo margt annað í umræðunni. Upp er niður og niður er upp. Raunveruleikinn er þessi: 98% á göngudeildar einkennalitlir eða einkennalausir. 0,15% þeirra sem eru í einangrun liggja á spítala vegna COVID-19 (2). 0,06% þeirra sem hafa greinst hér á landi hafa látið lífið með eða vegna COVID-19. Það er ekki heppni að fá væg eða engin einkenni, enda við því að búast. Þvert á móti er óheppni að veikjast illa. Það er nefnilega óheppni að verða fyrir ólíklegum skaða, en það er ekki heppni að verða fyrir líklegum viðburði. Við getum ekki lifað í ótta við ólíklegar uppákomur og látið óttann stjórna lífi okkar. Þegar litið er fram hjá líkindunum er gjarnan einblínt á það versta sem getur gerst. Hættu og áhættu er ruglað saman. Hætta er eiginleiki sem getur valdið tjóni eða skaða. Áhætta er hins vegar hugtak sem lýsir alvarleika mögulegrar hættu og líkum á því að verða fyrir henni. Þessi ruglingur á hugtökum gerir manni ófært um að framkvæma áhættumat og taka þannig útreiknaða áhættu. Það verður ómögulegt að áætla ásættanlegan fórnarkostnað. Þessi hugsunarháttur hefur verið gegnumgangandi í faraldrinum. Hann endurspeglast í aðgerðum sem beinast að heilbrigðum ungmennum og börnum. Upp undir helmingur barna sem smitast er bókstaflega einkennalaus. Önnur fá kvef eða flensulík einkenni. Langvarandi fylgikvillar eru fátíðir og sjaldnast alvarlegir. Ekkert af þeim 3.200 börnum á aldrinum 5-11 ára sem greindust með kórónuveiruna fyrir 5. janúar þessa árs þurfti að leggjast inn á spítala (3). Líkur á alvarlegum veikindum eru hverfandi. Flensa og sumar aðrar umgangspestir eru jafnvel hættulegri börnum en þessi kórónuveira. Ekkert heiðarlegt áhættumat getur réttlætt þær aðgerðir sem yfirvöld hafa beitt gegn þessum hópum, enda er fórnarkostnaðurinn mikill. Sem dæmi má nefna rökin fyrir bólusetningu 5-11 ára barna. Þau byggðu varla á áhættumati, heldur var að miklu leyti einblínt á það versta sem getur gerst. “Smit meðal barna geta valdið alvarlegum veikindum þótt það sé sjaldgæft”. Langvarandi fylgikvillar hafa verið lítið rannsakaðir en virðast vera miklu sjaldgæfari hjá börnum en hjá fullorðnum, en þeir eru til. Þó svo að 90% smitist af hinu ofurvæga ómíkron afbrigði, getur barn smitast af delta, og við „vitum hvað delta getur gert”. Sérfræðingar eru ekki ónæmir fyrir þessum rökvillum. Í umfjöllunum sínum og ráðleggingum hafa sjónvarpslæknar iðulega lagt ofuráherslu á hættu frekar en áhættu. Þannig hafa þeir alið á ótta í stað þess að upplýsa almenning á uppbyggilegan máta. Þegar þeir bregðast okkur verðum við að vera á varðbergi, tilbúin að rýna í líkindi og beita gagnrýnni hugsun. Neðanmálsgreinar: Þann 13. febrúar voru 86 þúsund staðfest smit hér á landi (um 25% þjóðarinnar), en samkvæmt túlkun sóttvarnalæknis (03.02.2022) á fyrstu niðurstöðum úr rannsókn Íslenskrar Erfðagreiningar “má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa”. Þann 13. febrúar voru rúmlega 10 þúsund manns í einangrun. 15 lágu á spítalavegnaveirunnar, 17 lágu á spítalameðveiruna (en innlögnin var af öðrum orsökum) og fjórir til viðbótar þar sem orsök innlagnar var óviss. Samkvæmt sóttvarnalækni (05.01.2022): “Ekkert barn á aldrinum 5-11 ára hefur enn sem komið er verið lagt inn á sjúkrahús hér á landi vegna COVID-19”. Þá höfðu um 3.200 börn á þessum aldri greinst með veiruna og lokið einangrun, en mun fleiri höfðu sýkst. Síðan 30. júní 2021 hafa fimmtán einstaklingar undir tvítugu þurft að leggjast inn með eða vegna COVID-19, en þúsundir hafa smitast. Innlagnirnar eru einna helst meðal ungbarna, og barna með undirliggjandi sjúkdóma. Höfundur er B.S. í verkfræði.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun