Leiðtogi sem kann að leiða kjarabaráttu Björn Páll Fálki Valsson skrifar 12. febrúar 2022 16:01 Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem félagsmaður í Eflingu hef ég fylgst spenntur með breytingum í félaginu okkar á síðustu árum. Kjarasamningalotan 2018-2020 var mikil prófraun fyrir nýja forystu. Allt var gert til að leggja stein í götu okkar. Ný forysta félagsins – fremst í flokki Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins - lét aldrei deigan síga og náði mjög góðum samningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Niðurstaða mín er alveg skýr: Sólveig Anna kann að leiða kjarabaráttu. Hún kann þá list að blása félagsmönnum baráttuanda í brjóst, og hún kann að tala máli þeirra við samningaborðið og í fjölmiðlum. En hún kann líka að fylkja fólki saman og leiða fram samstöðuna sem öllu skiptir. Þess vegna treysti ég Sólveigu Önnu til að vera formaður Eflingar. Mikið hefur gert til að setja athyglina í þessari kosningabaráttu á aðra hluti heldur en árangur Eflingar í kjarabaráttunni. Það kemur kannski ekki á óvart, enda eru valdamikil öfl í samfélaginu sem vilja ekki sjá herskáa verkalýðsbaráttu. Fyrir mig sem félagsmann í Eflingu er það samt þannig, að árangur í kjaramálum skiptir öllu máli. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með árásum úr öllum áttum gegn Sólveigu Önnu. Ég er henni mjög þakklátur fyrir þær fórnir sem hún hefur fært, til þess að setja loksins félagsfólk í fyrsta sæti í öðru stærsta stéttarfélagi landsins. Það var ekki fyrr en hún varð formaður að Efling fór að skipta máli í íslensku samfélagi. Ég hvet Eflingarfélaga til að standa við bakið á Sólveigu Önnu og kjósa Baráttulistann áður en kosningu lýkur á þriðjudaginn, vegna þess að það skiptir máli að sá sem leiðir kjarabaráttuna næsta vetur hafi reynslu, þrautseigju og hugrekki. Ekki má missa sjónar á lokamarkmiði okkar Eflingarfélaga, sem eru bætt kjör, þrátt fyrir fjaðrafok um önnur mál. Þótt kjarabarátta verka- og láglaunafólks sé ekki auðveld, þá hefur Sólveig Anna sýnt að það er mögulegt að ljúka kjaraviðræðum með farsælum hætti. Þess vegna skiptir lykilmáli að hafa hana í brúnni. Höfundur er félagi í Eflingu - stéttarfélagi
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar