Ráðuneyti í lögvillu Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 11. febrúar 2022 15:01 Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Stjórnsýsla Samfylkingin Alþingi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra. Í bréfinu, sem er skrifað fyrir hönd Lilju Alfreðsdóttur ráðherra, gengur ráðuneytið út frá því að ríkisendurskoðandi og umboðsmaður Alþingis séu það sem lýst er sem „sjálfstæðum stjórnvöldum á vegum framkvæmdarvaldsins sem undanskilin eru ábyrgð ráðherra“ (bls. 4). Þetta er grundvallarmisskilningur á stjórnskipulegri stöðu þessara stofnana. „Embætti umboðsmanns hefur sérstöðu í samanburði við aðrar stofnanir ríkisins þegar litið er til þrískiptingar ríkisvaldsins. Það er hvorki dómstóll né stjórnvald og ekki heldur beinn hluti af löggjafarvaldinu eða þátttakandi í öðrum verkefnum Alþingis, heldur stofnun sem starfar í umboði og á vegum þess,“ skrifar Björg Thorarensen, hæstaréttardómari og fyrrverandi prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands, í bók sinni Stjórnskipunarréttur: Undirstöður og handhafar ríkisvalds (bls. 586). Hið sama á við um Ríkisendurskoðun sem einnig starfar á vegum Alþingis og í umboði þess, ekki á vegum framkvæmdarvaldsins. Árið 1986 var Ríkisendurskoðun færð sérstaklega frá fjármálaráðuneytinu og undir Alþingi með lagabreytingum sem þjónuðu þeim tilgangi að styrkja sjálfstæði stofnunarinnar. „Þannig var hún færð frá framkvæmdarvaldinu yfir á svið löggjafarvaldsins,“ skrifar Björg Thorarensen (bls. 593). Raunar er mælt skýrt fyrir um það í stjórnarskrá (43. gr.) að endurskoðun á fjárreiðum ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja skuli fara fram á vegum Alþingis og í umboði þess. Flutningur ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra er annað dæmi af tveimur þar sem lagaákvæði eru túlkuð með ævintýralegum hætti til að sveigja frá meginreglu starfsmannalaga um að laus embætti skuli auglýst (reglu sem snýst ekki síst um jafnræði borgaranna gagnvart hinu opinbera og að þeir sem hafa hug á tilteknu embætti eða starfi eigi kost á að sækja um það). Í hinu tilvikinu er tímabundin setning nýs ráðuneytisstjóra í háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu réttlætt með vísan til 24. gr. starfsmannalaga, lagaákvæðis sem á að túlka þröngt og tekur til aðstæðna þar sem embættismaður hefur fallið frá, ekki þegar skipað er eða sett í nýtt embætti. Það er áhyggjuefni ef handhafar ríkisvalds vinna út frá röngum skilningi á stjórnskipulegri stöðu eftirlitsstofnana Alþingis og enn verra ef uppstokkun stjórnarráðsins er notuð sem skálkaskjól til að teygja og sveigja lög og reglur og endurskilgreina valdmörkin í íslensku samfélagi. Við það verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun